Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 111
sem liðið höfðu frá fæðingu hans, hafði hún stöðugty
á hverjum degi, hlakkað til þess að koma heim á kvöld-
in og vera i návist hans. Og hve heitt hafði hún
vafið hann að sér marga nóttina, meðan hann enn var
lítill, vafið hann að brjósti sínu og vitund hennar öll
hjúfraði sig i kringum liann: Elsku drengurinn minn,
elsku hjartans barnið mitt, guð gefi, að þú verðir ham-
ingjusamur.
Og svo, þegar liann óx og fékk fallegan vöxt og breið-
ar lierðar, þá hugsaði hún um það, hve vel hann mundí
sóma sér í samkvæmisfötum heldri manna, t. d. kjól.
Þangað var öll hennar þrá. Iijá hinum hærri stéttum
hlaut lífið að vera fagurt og hjart. Hvenær átti t. d.
verkamaður eða óbreyttur sjómaður kjól? Nei, það var
miklu hetra líf hjá fina fólkinu og átti sér tilgang.
Og i hvert sinn, sem hún virti fyrir sér varigasvip
sonar sins, ávalan, sléttan og myndarlegan, þá fannst
henni með sjálfri sér, að draumurinn um framtíð hans
hlyti að rætast.
Nú átti að senda liann upp i sveit. Það gat ekki ver-
ið rétt.
Nei, það var ekki rétt. Dóminum var aldrei fullnægt.
— Ég er búinn að koma honum Ólafi yðar fyrir í
„Yélsmiðjunni Hamri“, sagði séra Jón. Hann lcom til
þess að tala um drenginn. Hann þarf að vinna og nota
kraftana, svo að hann venjist ekki á iðjuleysi og óknytti.
Hvernig lízt yður á þetta, Guðný?
Hún hugsaði sig um.
— Járnsmíði er erfið vinna. Ég vil ekki, að Óli verði
erfiðismaður, og ég hélt, að þér vilduð það ekki heldur.
— Járnsmíði er heiðarleg vinna, og ef strákurinn
tekur sig á, getur vel farið svo, að hægt væri að hjálpa
honum til að reka sjálfstætt verkstæði. Og svo, þegar
tímar líða, þarf hann ekki að vinna mikið sjálfur, ef
vel gengur.
Henni fannst það gott.
109