Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 113
i fátæklegum, ódýrum klæðum, svo að hann gæti ver-
ið vel til fara. Enn þá liafði hún ekki tapað trúnni á
íramtið hans. Hún sagði, að sig hefði dreymt fvrir því,
að liann yrði mikils metinn og fínn maður.
Sjálfur kvaðst liann aðeins vilja verða sjómaður. En
hann virtist þó ekkert sálrænt þrek liafa til þess að
framfylgja þessari löngun sinni.
Guðný gaf honum þetta eftir með því móti, að liann
færi í Stýrimannaskólann og gæti þá kannski orðið
skipstjóri.
— Ég fer aldrei framar í neinn lielvítis skóla, sagði
hann.
Þannig endaði saga hans sem skipstjóra.
— Hann verður að fá að fara á sjóinn, sagði séra
Jón. Það er úti um liann, ef hann heldur þessu áfram.
— Ég er viss um, að það er úti um hann, ef liann
fer á sjóinn. Hann er svo áhrifagjarn. Hann leiðist
út í slark.
— Nei, nei, Guðný, það er hreint ekki vist. Yonandi
kemst liann yfir það, með guðs lijálp.
Hún lét undan og sagði, að þetta yrði þá víst að vera
svo. En þann dag grét hún í einrúmi og þuldi liarrna-
tölur í liljóði. Þann dag efaðist hún i fyrsta sinn um
íramtíð þessa einkabarns síns. Þann dag fannst lienni
hún ein og hjálparvana. Þann dag fannst henni allt
sitt lif og strit svo einskis virði, lífið tilgangslaust
og stritið þrældómur. En þegar til kom, vildi Ólafur
Ólafsson ekki fara á sjóinn. Hann var húinn að missa
áhugann á því. Honum þótti iðjuleysið gott. Hann
var eiginlega ekki fær um að vinna neitt.
En þó að móður lia,ns þætti, á vissan hátt, vænt
iim, að liann fór ekki á sjóinn, fann liún, að nú fjar-
lægðist hann óðfluga ]iað takmarlc, er hún liafði sett
lionum. Siðferðileg þróun hans gekk hröðum skrefum
niður á við. Hún vissi aldrei, livað liann hafði fyrir
stafni á daginn, en liún fann, að málfar lians var að
111