Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 114
verða gróft og' ruddalegt. Heiðarlegar stúlkur hétu nú
á máli lians ýmsum ógeðslegum nöfnum. Hann var
farinn að leita eftir ástum þeirra, hjá einni í dag, ann-
arri á morgun.
Honum varð gott til kvenna. Hann var fríður og
myndarlegur, og karlmannlegt eðli lians krafðist rétt-
ar sins með ákveðnu fasi og náði tilgangi sínum.
Annars var hann af flestum álitinn vandræðamað-
ur. Þannig varð hann, er liann var vaxinn, þessi bjart-
liærði, bláeygði drengur, sem eitt sinn fæddist á Gríms-
slaðaholtinu. Hann, sem verið liafði eina gleði móð-
ur sinnar, var nú að verða hennar þyngsta raun. Nú
var hún að verða gömul, þótt hún væri aðeins rúm-
lega fimmtug. Og þrátt fyrir friðleik sinn, áður fyrr,
var hún nú bara tötraleg þvottakona með bogið bak
og hvítan skýluklút bundinn um höfuðið.
Persóna hennar öll var umkomuleysið sjálft.
Ólafur Ólafsson gekk sinn breiða veg, óvæginn og
ótilhliðrunarsamur. Hún gekk sinn þrönga stíg, sína
grýtlu götu, hljúg og undirgefin. Það var útilokað, að
þau ætlu samleið meir.
Hann gekk í samtök verkamanna, ekki vegna hug-
sjónar eða af skynrænni þekkingu, heldur til að
svala ævintýraþrá og eyða ónotaðri starfsorku
sinni á einhverju nýju sviði. Hann hafði aldrei hugs-
að tilgang féiagsskaparins né skilið þörf hans. Hann
hafði aldrei lifað við þau kjör að þurfa að afla sér
fæðis og klæðis í sveita síns andlitis, þar sem áhyggja
dagsins í dag er arfur til dagsins á morgun. Hann hafði
aldrei eitt augnablik hugsað út í þá þrá um fegurra
og betra líf, er fólst undir grímu veðurbarinna andlita
og sigggróinna handa verkamannanna. Hann gat þess
vegna engan virkan þátt lagt í félagsstarfsemi þeirra.
Það var aðeins tvennt, sem hann gat. Hann gat utanað-
lært nokkur yfirborðskennd slagorð helztu æsingamann-
anna, og hann gat slegizt á við þrjá eða fjóra, því að
112