Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 115
líkami lians var stór og sterkur. En þetta varði lieldur
ekki langa stund. Hann varð brátt leiður á þessum fé-
lagsskap. Fræðilegir fyrirlestrar eða nokkuð slíkt, var
ekki að lians skapi. Þar sem eklcert var barizt, þar vildi
hann ekki vera og yfirgaf félagsskapinn. Samt sem
áður hafði þetta næstum gereyðilagt allan velvildar-
hug séra Jóns í lians garð.
Hann hafði eitt sinn lent í slagsmálum við lögreglu-
menn hæjarins, þegar bæjarstjórnin sat á fundi í Gúttó
og ræddi um að lækka laun verlcamannanna, sem unnu
lijá hænum. Það kom til óeirða út af þessu, og það
var nefnilega Ólafur Ólafsson, sem hæst lirópaði:
— Berjið þið bara á helvítis blóðhundunum!
Hann slapp einhverra hluta vegna við refsingu, þrátt
fyrir það, að mörgum öðrum var liegnt, sem minni
áttu hlut að þessu máli.
Guðný móðir lians sagði ekki neitt um þetta fram-
ferði sonar síns, svo langt tók það út yfir allan henn-
ar skilning. í hennar augum var það, að gera upp-
reisn á móti ráðamönnum bæjarfélagsins, sama og að
afsala sér rétti til lifsins. Hún hætti alveg að vrða á
hann að fyrra bragði, það þýddi ekkert. Hann fór sínu
fram í einu og öllu. Hún lét hann liafa að borða, gerði
við fötin hans, hjó um rúmið lians og lánaði honum
aura, þegar hann var alveg auralaus. — Stundum drakk
hann út þá aura, en hún lét hann samt afskiptalausan.
Það kom stundum fyrir, eftir að liún hætti að skipta
sér af breytni hans, að hann leitaði álits hennar um
eitt og annað. Það hafði hann aldrei gert fyrr. Henni
þótti að vísu afar vænt um það, en hún lét ekki á þvi
bera. Hún var búin að missa tennurnar og hafði ekki
efni á að fá sér nýjar tennur. Einu sinni var hún ung
og lagleg stúlka, sem hugsaði ávallt mest um að vera
vel og smekklega til fara. Nú var hún aðeins Gunnsa
þvottakona og ungu stúlkurnar hlógu að henni, er þær
suættu lienni á götu, fötin hennar voru svo gamaldags
113