Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 117
alúðlegu viðmóti. Nú var hún dáim Hún lá þarna og
horfði á hann með einu opnu og brostnu auga og öðru
lokuðu til hálfs. Hann stóð þarna í sömu sporum nokkra
stund i þessari annarlegu kyrrð, þar sem ekkert hljóð
heyrðist, nema slög hans eigin hjarta. Brátt sneri hug-
ur hans inn til sjálfs sín. Hann var einn og yfirgefinn.
Hann var einstæðingur.
Ólafur Ólafsson, þessi stóri og sterki maður, hné nið-
ur við rúmstokk líksins og grét, grét hátt og ofsafeng-
ið, eins og þeir einir gráta, sem örvæntingin hefur á
valdi sínu.
Guðný þvottakona var jarðsungin skömmu síðar og
Ólafur Ólafsson grét við jarðarförina.
Hann var luttugu og sjö ára gamall.
Nú varð liann að fara að vinna fyrir sér sjálfur, en
liann gat ekkert fengið að g'era. Hann var gersamlega
bugaður maður. Sorg og vonleysi fyllti lijarta hans.
Hann, sem áður hafði verið svo ærslafenginn i sinn
hóp og virzt svo kærulítill, var nú sífellt dapur og vildi
lielzt vera einn. Þrátt fyrir stærð hans og svarraskap
undanfarandi ára, var liann nú eiginlega gersamlega
ósjálfbjarga. Hann liafði misst þá stoð, er liingað lil
liafði haldið honum uppi. Móðir lians liafði i raun og
veru ætíð slaðið á bak við tilveru lians og gefið hon-
um kraftinn til daglegs lifs. Tilvera hennar liafði ver-
ið öryggi lífs hans, frá þvi hann enn var harn. Þau höfðu
samt hvorugt verið sér þess meðvitandi. Hann liafði
aldrei til þessa dags að neinu leyti þurft að sjá fyrir
sér sjálfur og því aldrei harðnað í neinni barátlu á
þeim vettvangi. Hvar, sem reynt liafði á hann sjálfan
til nokkurrar hlítar, hafði hann látið undan síga, gef-
izt upp við livert starf, er hann tók sér fyrir hendur.
Og í stað þess að harðna og vaxa til sjálfsbjargar, átti
hann nú ekkert traust á sjálfum sér til úrræða.
Nokkrum dögum eftir jarðarförina kom hann heim
115