Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 118
lil séra Jóns, sem tók honum ekki óvingjarnlega, en
heldur fálega. Séra Jón var orðinn feitlaginn og höfð-
inglegur útlits með grá hár ofan við eyrun.
— Getur þú eklci útvegað mér eittlivað að gera? sagði
Ólafur Ólafsson dapur.
—- Ég hef nú, að mig minnir, reynt ýmislegt fyrir
þig að gera, Ólafur. En mér hefur skilizt, að þú kærð-
ir þig ekki mikið um mina aðstoð, og það ekki sizt
eftir það, sem fyrir þig kom við „Gúttó“ í haust. Og
bjargaði ég þér þó frá réttlátri refsingu i það sinn.
-— Já, ég er nú alveg hættur við allt slíkt. Ég finn
það svo vel núna, að þú og hún mamma min hafið
alltaf verið mér svo góð, sagði Ólafur Ólafsson.
— Ég veit elcld, hvað ég ætti að geta gert fyrir þig,
drengur. Geturðu ekki komizt á sjóinn? Það ætti að
vera hægt að koma þér á togara.
Ólafur hélt áfram að vera dapur.
— Ég vil ekki fara á sjóinn. Mamma min vildi það
aldrei, og ég vil það ekki lieldur. Ég vil helzt ekki þurfa
að gera henni neitt á móti skapi, fyrst liún dó.
— Já, og svo kemurðu hér og heldur, að maður geti
gert eittlivað fyrir þig. Ég veit ekki hvað þú villt, að
ég geri, sagði séra Jón. — Þú ert ekki einu sinni læs.
— Jú, ég get nú svolítið lesið, þrætti Ólafur.
— Jæja, ég vænti þess. Ekki ertu skrifandi?
— Nei, ég get ekki mikið skrifað, samt dálítið, sagði
Ólafur Ólafsson.
— Þá held ég, að þú kunnir nú ekki mikið í reikn-
ingi. Kanntu margföldunartöfluna?
— Ekki nema að ruglast, held ég, hvislaði Ólafur
ólafsson svo lágt, að naumast heyrðist. v
— Já, mér datt það í hug. Til allra verka hefurðu
reynzt ómögulegur, drengur minn. Ég hef aldrei vitað
þvílíkt uppeldi.
Ólafur Ólafsson þagði.
— Það er sem ég segi, þú getur ekkert gert og svo
116