Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 119
kemurðu liér og biður mann að útvega þér eilthvað
að gera. Ég er liræddur um, að vinna við þitt hæfi sé
ekki á hverju strái.
Séra Jón var orðinn dálitið æstur og gekk um gólf.
En þegar honum varð litið á þennan bjarlhærða, karl-
mannlega mann, sem sat þarna svona umkomulaus,
þennan fallega mann, sem talaði nánast eins og barn,
þá fannst honum kannski ekki rétt að skamma hann
öllu meira. Hann horfði á liann þegjandi nokkur augna-
hlik og sagði svo i þýðari tón:
— Nei, Ólafur minn, ég veit ekki hvað það er, sem
þú getur gert. Ég get svo sem reynt að koma þér í
varalögregluna, sem verður sett á stofn hér eftir nokkra
daga. Yiltu það?
Þá hirti á ný yfir svip Ólafs Ólafssonar. Hann rétti
sig i sæti:
— Já, séra Jón, það gerir víst ekkert til, þó að ég
kunni litið. Heldurðu það ekki?
-— Við skulum þá sjá til, sagði séra Jón.
Ólafur Ólafsson komst í varalögregluna, og nú hyrj-
aði hann að feta sig upp þann stiga, sem hann stöðugt
liafði gengið niður. En svo kom það óhapp fyrir, að
varalögreglan var lögð niður og aftur varð Ólafur Ól-
afsson atvinnulaus. Honum var ómögulegt að fá neitt
að gera. Yerkamenn vildu ekki vinna lneð honum. —
Hann er helvítis hvítliði, sögðu þeir. Og jafnvel þó að'
liann gæti komizt í vinnu dag og dag og hefði hraust-
an líkama, þá neitaði sálin. Vinna var honum kvöl.
Nú var söknuðurinn eftir móður hans horfinn, og allt
liefði sótt í sama liorfið og fyrr og hann lent út í slark
og óreglu á ný, ef séra Jón hefði ekki bjargað honum
frá glötun.
— Ég er að reyna að koma þér að sem lögreglu-
þjóni hér i bænum, sagði séra Jón. Hann hafði hoðað-
Ólaf á sinn fund. Mér skilst það sé fátt, sem þú getur,
ef þú getur það ekki.
117