Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 120
— Ég get, liugsa ég, verið lögregluþjónn. Reyndar
kann ég lítið það ijóklega, en þeir eru auðvitað svo
margir í lögreglunni, sem kunna allt svoleiðis. Það ætti
ekkert að þurfa að bera á þvi, séra Jón?
— Það er engrar bóklegrar þekkingar krafizt, býst
ég við. En ef þú reynir ekki að rækja þetta starf, þá
verður þetta það síðasta, sem ég geri fyrir þig. Þú veizt,
livað í liúfi er? Þetta er ekki erfitt starf, en sæmilega
launað saman borið við ýmis önnur, sem útheimta í
byrjun meiri kunnáttu. Þú verður að lofa þvi að hafa ekki
frammi neina óreglu, er til vansa geti talizt fyrir stéttina.
—■ Ég lofa því, sagði Ólafur Ólafsson, því lofa ég.
— Þú hefur óflekkað mannorð, er það ekki?
— Jú, það lield ég. Jú, ég lief það nú eiginlega.
— Já, ég meina, þú liefur aldrei stolið eða þess liátt-
ar? Þú skilur það?
— Já, nei, eiginlega lief ég ekki stolið. Ekki lield ég
það. En það var, eins og þú kannski manst, sagði Ól-
afur ólafsson.
— Já, það. Það er nú svo langt síðan. Jæja, við töl-
um ekki meira um það, en sjáum, hvernig þetta gengur.
Það var ekki miklu síðar, að ólafur Ólafsson fékk
atvinnu í hæjarlögreglunni í Reykjavík. Það vildi svo
lieppilega til, að sextán nýjum mönnum var hætt í lög-
regluliðið og Ólafur varð einn þeirra. Hann gerði þó
ekkert í þessu sjálfur. Hann var eins og barn. Séra
Jón annaðist þetta allt. IJann var áhrifamaður, þekkti
marga og var auk þess sæmilega fjáður, svo að hon-
um vildu allir gera greiða. Á þessari öld kunningsskap -
arins var honum þetta mál mjög auðsótt. Ólafur Ólafs-
son þurfti ekkert til þessa máls að leggja, nema slærð
líkama síns. Það dugði.
Svo kom hann þá út á götuna í nýjum lögregluhún-
ingi. Hann var með langglæsilegustu lögregluþjónunum
hið ytra, og þegar liann gekk eftir götunum, liár og hein-
vaxinn, ljós yfirlitum með frítt og slétt andlit, klædd-
118