Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 121
ur hinum dökka búningi nieð geisladýrð gylltra hnappa,
fann liann, að augu ungu stúlknanna á götunni hvíldu
á lionum með velþóknun. Honum fannst það gott.
Yið hver mánaðamót gekk hann inn í skrifstofu bæj-
íirins og tók þar á móti sínum föstu mánaðarlaunum.
Þarna biðu þau hans.
Honum var fengið blað, og liann kvittaði fj'rir. Hann
skrifaði aldrei allt nafnið. Það var óþarfi. Fangamark-
ið dugði: Ó. Ó.
Siðan gekk hann út. Laun lians voru í jakkavasan-
um og frá þeim vasa seytlaði ró og sjálfsöryggi inn
i sálina.
Ólafur Ólafsson var aldrei margmáll um upphefð
sina, en fann með sjálfum sér, að nú tilheyrði hann
•orðið annarri stétt þjóðfélagsins en liér áður. Nú til-
heyrði liann loksins þeirri stétt, sem mamma hans sál-
uga liafði svo lengi óskað. Þess vegna varð honum stund-
um að orði:
— Bara sú gamla mætti nú lita upp úr gröf sinni og
sjá, hvað ég er orðinn.
Þannig urðu þvi kapílulaskipti í lífssögu ólafs Ólafs-
sonar. Hann þykir vist rækja þetla starf sitt óaðfinnan-
lega, drekkur sig ekki fullan, svo að áberandi sé, og
er nú giftur dóttur eins hetri horgara og eigandi að
stórri tóbaks- og sælgætisverzlun, hér við Laugaveginn.
Konan er einbirni og stendur til að erfa talsvert fé.
Húsið þeirra stendur hér suður með Hafnarfjarðar-
braulinni, beint á móti Pólunum. Það er grátt stein-
liús, byggt í nýmóðins stíl. Húseigninni fylgir dálítil lóð,
og þar ætla lijónin að búa til fagran og smekklegan
garð. Húsgögnin eru öll ný og falleg, bólstraðir stólar
og dúnmjúk gólfteppi. Og vegna stöðu sinnar í þjóð-
félaginu, kirkjuhrúðkaupsins og umgengni sinnar við
fina menn, hefur Ólafur nú eignazt kjól. .
119