Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 122
Þannig rættist draumur gömlu konunnar, þó a'ð seint
væri. Þannig geta sögur farið vei í raunveruleikanum.
Inni í skrifstofu húsbóndans 4 þessu hamingjusama
heimili er kannski enginn stór bókaskápur með úrvali
heimsbókmenntanna, en á útidyrahurðinni er stór dyra-
skjöldur og á hann grafið með stórum fallegum stöfum:
Ólafur Ólafsson lögregluþjónn.
Sem dæmi um ánægju heimilislifsins og sambúð hjón-
anna má geta þess að lokum, að í gærkvöldi sat Ólafur
Ólafsson í einum djúpa stólnum sinum og reykti vindil,
rólegur og áhyggjulaus. Hann sat þarna og naut vind-
ilsins frá tengdaföður sínum, og á vel löguðu og feitu
andliti lians var engin hrukka mynduð af ónauðsynleg-
um bollaleggingum vakandi hugsunarstarfsemi, aðeins
örlítil felling, sem undirliakan skaiiaði, þetta, sem gef-
ur hverjum manni svo höfðinglegan svip.
Frúin kom fram úr svefnherberginu frá því að svæfa
drenginn þeirra, gekk út að glugganum og liallaði sér
fram í gluggakistuna. ÍJti fyrir ríkti friður vorkvölds-
ins og niðri við Pólana léku sér nokkur óhrein og fá-
tækleg börn.
— Mikið finnst mér það fólk hljóti að gera litlar
kröfur, sem getur sætt sig við að húa í þessum skita-
kumböldum liér á móti og ala hörn sín hér, sagði frúin.
Ólafur Ólafsson hlés út úr sér stórum reykjarmekki
og teygði úr sér í stólnum, um leið og liann sagði:
— Ó-já, manni finnst það nú, og frá þessum lieimil-
um og öðrum álíka fær maður flestar vandræðamann-
eskjurnar og afbrotabörnin.
— Já, það er alveg voðalegt, en það er nú sjálfsagt
hægara um að tala en í að komast. Þetta er svo blá-
fátækt, sagði frúin, og liafði vorkunnarhreim i' rödd
sinni.
Ólafur Ólafsson stóð upp, gekk út að glugganum, lagði
handlegginn yfir herðarnar á konunni sinni og leit út.
— Þetta er líka nokkuð af framtaksleysi að reyna
120