Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 124
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
GEFIÐ LÍFSANDA LOFT
Það er óirúlegt, livað mennirnir þola, að þrengt sé
að þeim í jafn víðri veröld. Það má stafla þeim í kös,
hyrgja alla útsýn, þrengja alltaf loftið kringum þá,
taka fyrir sól og birtu, þeir minnka sjálfir eftir þörf-
um, óendanlega. En þó kemur allt í einu fyrir, að stof-
an verður óþolandi fangelsi og menn finna dauða múr-
ana lykja um sig. Það hefur kannski einn geisli smog-
ið inn til manns, og þá lialda manni engin bönd. Vídd-
in, náttúran, frelsið verður ómótstæðileg þrá. Við flýj-
um burtu, lielzt til fjalla, upp á öræfi, eins og við sé-
um að forða lífinu, eða miklu lieldur hlaupa i faðm
lífsins, undan dauðanum. Og nú fyrst, úti í náttúrunni,
finnum við, hvað óendanlega þröngt og dimmt og dautt
var í fangelsinu, er við flýðum úr. Dauðþyrstir teyg-
um við loftið, frelsið, fjarlægðina. Við vitum ekki, hverju
mest er að fagna, bláum tindinum, himninum eða gráu
grjótinu. Það streymir til manns kraftur, svölun, fyll-
ing. Við erum aftur menn, líf, frelsi.
En stundum læknar ekki náttúran. Þá er það ekki
stofan, sem þrengir, heldur timinn, öldin, þjóðfélagið,
því eins þar er ótrúlegt, livað mennirnir þola af þrengsl-
um. Það má taka af þeim allt, frelsið, hugsunina, and-
ardráttinn. Það má troða niður allan gróður í kring-
122