Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 125
wm þá. Mennirnir beygja sig, skríða i duftið, auðmýkja
sig, minnka eftir þörfum, óendanlega, verða að ofurlitl-
um dvergum, sífellt smærri eins og þú villt, skulu ekk-
•ert segja, ekki hreyfa sig. En þegar minnst varir, gera
xnenn samt uppreisn, eins og' þó séu til einhver tak-
mörk, er ekki verður meir þolað. Við lieimtum að
Jcomast burt, lyfta farginu, fá loft í lungun, sjá ein-
hvers staðar þor og flug'. Það þarf ekki annað en bor-
izt liafi til manns einhver rödd, brot úr ljóði, eða neista-
flug frá annarri öld. Við þolum ekki lengur þessa gröf,
þetta rotnunarloft, þetta fótaspark, þessar liuglausu
þröngu sálir. Það gripur mann brennandi þrá að sjá
víðari heim, liærri takmörk, frjálst fólk, tinda, stór-
menni, hugrekki. Eins og við þráðum áður náttúruna,
þráum við nú nýjan tíma, nýja menn. Við flýjum í
jjeirra lieim, eins og til að bjarga lífinu og beiðrinum.
Á sama liátt og náttúran gefa þeir okkur kraft, útsýni,
Jífsfyllingu. Við finnum þar sjálfa okkur aflur og sam-
xæmið við mennina.
Aldrei liafa verið jafn kveljandi tímar og' nú, eins
•óendanlega þröngt og dinnnt og rotið. Til þess að lialda
Jífinu verðum við að festa augun á víðari sjónarmið-
um, hinum stærstu mönnum eða öld, sem átti hærra
tís. Allt, sem við heyrum, er manndráp, kúgun, ófrelsi,
Jygi. Ég veit ekki, hvernig það kom, sennilega á flótta
undan öllu þessu, að Mattliias Jochumsson varð allt i
■einu það skáldið, sem dró liug minn að sér. Hann hafði
•aldrei hrifið mig sérslaklega áður, t. d. ekkert á við
Jónas Hallgrímsson eða Einar Benediktsson. Ég var full-
ur af gagnrýni á skáldskap hans, saknaði þar hæði
formfegurðar og innihalds, en viðurkenndi andagiftina,
■orðgnóltina og' „gullkornin“ innan um. Ilann var í aug-
um mínum aðeins stórskáldið, stórmennið, mörg^ af
Jjóðum lians snilld, en þau voru ekki líf fyrir mér. Og
þegar ég hugsa um þetta nú, er mér það nærri óskilj-
anlegt, jafn augljóst og það ætti að vera hverjum manni,
123