Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 126
að þau eru fyrst og fremst líf. En Matthías fór allt í
einu að draga mig að sér, eins og tindur í fjarska, og.
það verður ástríða manns að komast þangað, eða eitt-
hvað i áttina. Það fóru að berast i liugann brot úr ljóð-
um hans, aftur og aftur, og svo í einni svipan fannst
mér skáldið ljúkast upp fyrir mér, eins og fagnandi víð-
átta, andlegt þor, frelsi, tær himinn, syngjandi skógur..
Nú voru ljóðin ekki lengur hrot, skínandi korn, sund-
urgreind í góð kvæði og slæm, eyjar, hraun og hrjóst-
ur, nú voru þau ein lífsins heild, nátlúra. Nú þýddi ekki
að henda á fagrar setningar, óvandað form, laust inni-
liald, því að hvaðan streymdi krafturinn, frelsið, and-
ríkið? Hvort var það frá tærri lindinni eða lirauninu
í kring? Við fundum það eitt, að hér var gott að lifa,.
hér var frjálst og vítt, hér var heimur mannsins.
Auðugt og frjálst sálarlíf er það, sem við uppgötvum
strax og' við kynnumst Matthíasi Jochumssyni. Ilvaðan
er það sprotlið? Óvenjulegir, stórbrotnir liæfileikar, sei»
ei að rekja til stórbrotnustu ætta Vestfjarða. Eggert i
Hergilsey, Björn ríki og Ólöf ríka, Magnús prúði, hróð-
ir Staðarhóls-Páls, eru nöfn á þeirri leið. Allir drættir
voru stórskornir í andliti þessa skálds og gáfurnar voru
stórskornar, livorttveggja var íslenzk heimanfylgja. En
þetta gáfaða skáld fæddist líka á hamingjusamri stundr
óx upp á þeirri öld, sem gaf hæfileikunum mjög frjálst
svigrúm. Maltliías er fæddur 1835, eins og sál hans-
kvikni sem neisti af Fjölni. Þjóðin er að vakna, drunga
miðaldanna talsvert að létta, sjálfstæðisbaráttan er haf-
in, nýr tími er runninn upp, lífgandi erlendir straumar
hafa borizt að landinu, fornöldin er risin sem hvetj-
andi raust. Það eru vaknaðar óskir, brjóstin farin að
titra af nýjum óm, allt Island er lilustandi, fram og.
aftur í tímann. Stoltið og metnaðurinn og áræðið er
að kvikna. En bezta dæmið fjæir þetta vaknandi, hlust-
andi ísland, hina skynjandi, næmu, opnu sál þjóðar-
innar er skáldið Matthías Jochumsson. Þjóðin er eins-
124