Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 127
<og barn að uppgötva heiminn og sjálfa sig. Og heimur
19. aldarinnar var fullur af nýjung og töfrum í aug-
«m þessa barns. Byltingarnar voru gengnar um garð,
l>ær höfðu slitið upp með rótum gaxnla fordóma, lirund-
ið drottinvaldi kirkju og aðals, leitt nýja stétt til valda
•og áhrifa. Þróunarsaga þjóðanna, sem áður lá í myrkri
og djúpi, varð upplýst af skilningi nýs tíma, heilar ald-
ir með ómetanlegum auði í bókmenntum og listum luk-
ust upp, maðurinn varð í eigin meðvitund herra jarð-
arinnar, náttúran lá útbreidd fyrir fótum lians, fram-
tíðin gaf óendanlega möguleika, vi'sindi og tækni opn-
uðu nýja heima, listin komst í hávegu. Hið tilbeðna
orð var frelsi. Andinn þoldi engar viðjar. Allt var lirær-
ing og lif. Ótakmarkaðar, opnar víddir fram undan, út-
þensla, uppgötvanir, fjarræn augun horfðu inn í óra-
langa framtíð.
Þetta voru timar fyrir Matthías Jochumsson, hina
þyrstu íslenzku skáldsál, enda þambaði hann ósleiti-
lega fræði sinnar aldar, líkt og sjálfur Ása-Þór væri
setztur við drykkinn. Islenzka fortíð, jafnt miðaldir,
hafði liann snemma á valdi sínu. Hann dæmir af skiln-
ingi um gríska og rómverska menningu, þýðir strax í
skóla vandasöm verk eftir Tegnér og Shakespeare. Ilann
les ógrynxxin öll, vafalaust flest liið merkasta í skáld-
skap, heimspeki og trúmálum sinnar tiðar. Af frábær-
um næmleik skynjar hann allt til kjarnans. Hug'ur hans
svífur um alla geima, aftur í sögu, inn í fjarstu fram-
tíð, yfir á takmörk lifs og dauða. innst í hjarta manns-
ins. Þessi víðátta heillar aldar, hinnar víðáttumestu ald-
ar, gerir ljóð Matthiasar Jochumssonar að töfrandi nátt-
úru. Við söknum þar einskis, livorki hárra fjalla, blárr-
ar móðu yzt við sjónbaug né smágróðurs, hvar sem
gengið er um landið.
En ey það samt útsýnið, víðáttan, sem dregur okkur
mest að ljóðum Mattliíasar? Er það flug þessa frjáls-
borna anda um allar lieimsins byggðir? Er það hinn