Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 128
stórbrotni svipur, er kveikir þennan yl i hjartað, þenn-
an fögnuð, birtu og lilýju, sem stafar af ljóðum skálds-
ins'? Er það frelsið, andríkið, ákafinn, skapið, hið kvika
líf ? Nei, það er einn kjarni, sem hitinn og hirtan slreym-
ir frá í skáldskap Matthíasar. Sá kjarni er mannúðin,.
það er ást og skilningur á öllu mannlegu, virðing fyrir
manninum, saniúð með lífi lians. Hvert, sem hugur
skáldsins flýgur, þótt hann sé kominn út að yztu tak-
mörkum, livert, sem augað sér, er maðurinn miðdep-
illinn, liið fyrsta og síðasta, það, sem rakið var frá,
það, sem rakið er til. Þessi sterka, allýsandi mannúð,.
það er sólin yfir landinu i öllum skáldskap Matthíasar
Jochumssonar. Það eru liennar heitu geislar, sem
smjúga til hjartans og kveikja fögnuð okkar, sveipa
fjöllin mjúkum og hláum lit, gera hlómin skinandi,
seiða fram allan sönginn í skóginum.
Hér hirtist liinn djúpi upprunaleiki skáldsins, liér er
það sjálf frumgáfa snillingsins, sem með næmustu taug-
um lijartans er bundinn mannlegu lífi. En auk þess
beindu tímarnir allri liugsun að manninum. Maðurinn
er hin mikla uppgötvun 18. og 19. aldarinnar. Rétlur
hans til jarðarinnar varð óvefengjanlegur, fornöldin
vitnaði um hæfileika lians, vísindi og list um guðlegan
uppruna, framtíðin brá upp óendanlegum möguleikum
fyrir þroska lians. Aldrei hafði verið önnur eins útsýn
yfir sögu, þjóðir, yfir lieim mannsins. Hinn ófriðþægj-
anlegi glæpur kirkju og aðals hafði verið sá að niður-
lægja, auðmýkja og kúga manninn. Nú skyldi hann rísa
úr öskunni upp i Ijóma frægðar og þroska, sem for-
tiðin þekkti engan samjöfnuð við. Með lcröfur um frelsi,
jafnrétti og bræðralag allra manna, reis hin unga horg-
arastétt og allir hennar talsmenn, skáld og spekingar.
í nafni mannréttinda hófu sína eldlegu raust spámenn
hinnar nýju aldar mannsins. í nafni þeirra voru bylt-
ingarnar háðar, hlekkir fordómanna hrotnir. Rousseau,
Voltaire, 1789, upplýsing, rómantík, klassik, Schiller,
126