Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 129
Goetlie, Hegel, Marx, 1830, 1848, allt eru þetta vörður
á leiðinni til að hefja veg mannsins. Hann reis í krafti,
átökum, valdi, mikilleik liið ytra, liið innra veitti róm-
antíkin nýja útsýn yfir heim tilfinningalífsins. Allt þetta
er fram komið, en þó ferskt, þegar Matthías Jochums-
son kemur til sögunnar. Borgarastéttin er komin til
valda, hefur brolizt það í nafni mannréttinda, með að-
stoð verklýðsstéttarinnar. Hún er að vi'su sjálf tekin
að kúga, hefur algerlega brugðizt þeim hugsjónum jafn-
réttis og bræðralags, sem hún þóttist berjast fyrir. En
hún hafði vakið kröfurnar, og þær lifðu heitar undir
niðri og hjá djörfustu mannvinunum. Jafnvel af enn
meiri hita en áður snúa menn sér að listinni og bók-
menntunum. Maðurinn, einstaklingurinn og sálarlif
hans, verður ótæmandi undrunarefni. Þetta er sá streng-
ur, sem snertir dýpst Mattliías Jochumsson. Við sjáum,
hvernig liann í skáldskap sínum hendist um byggðir
mannsins. Hann kannar með Shakespeare djúp manns-
sálarinnar, fylgir í útlegð Gretti um islenzk öræfi, sær-
ir fram anda með Byron, liður allar þjáningar með
Hallgrimi Péturssyni. Hann lifir í háfleygum draumum
um framtíð mannkynsins á jörðinni, brýtur heilann um
ódauðleika sálarinnar, tilbiður vísindin, en lieldur samt
fast við trú sína. Allt þetta hendingsflug hugsunarinn-
ar, upp um hæstu tinda, út að yztu mörkurn sjóndeild-
arliringsins, er þó ekkert annað en liringsól um sama
punktinn, manninn, einstaklinginn, lífsmöguleika hans,
þjáningar og framtíð. Að nokkru leyti sjást hér áhrif
aldarinnar á hugsun skáldsins, og hefðu þó orðið öll á
annan veg, ef sjálfar lífsrætur þess liefðu ekki legið
svo djúpt í jarðveg mannlífsins, ef mannúðin hefði ekki
verið dýpsta eðli þess.
Við sjáum, hvernig straumarnir kvíslast einmitt um
þetta leyti. Hin nýfædda trú á manninn leiðir annars
vegar til mannúðar, hins vegar til ofmetnaðar og stjórn-
Iausari kúgunar en nokkru sinni áður. Borgarastéttin
127