Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 130
Jét fljótt falla kjörorðin jafnrétti og bræðralag, en hélt
Jengi vel dýrkuninni á frelsinu, það er ótakmörkuðu
frelsi sjálfrar sín til að vaxa org auðgast á kostnað al-
Jpýðustéttarinnar, sem hún tekur nú við að undiroka.
Áherzlan hvílir ekki lengur á frelsi allra manna, held-
,ur flyzt yfir á frelsi einstaklingsins til að ryðja sér
braut á kostnað annarra. Sá verður mestur og frjáls-
.astur, sem getur bolað flestum til hliðar. Seint á öld-
inni kemur Nietzsche fram með kenninguna um ofur-
jnennið og viljann til valda, Einar Benediktsson kveð-
ur: Þúsunda líf þarf i eins manns auð, eins og aldir
Jjarf gimstein að byggja. Skipulag borgarastéttarinnar
verður síðan hin djöfullegasta vél til að leggja frelsi
)Og réttindi þjóða og milljóna einstaklinga í rústir. Það
,elur af sér nútíma fasismann með algerða fyrirlitningu
fyrir manninum og öllum réttindum hans. I þessa átt gat
leitt dýrkunin á frelsinu, mætti og valdi mannsins. Það
lá fjarri eðli Matthíasar Jochumssonar að lenda út i
þessa oflrú á manninn, hina afvegaleiddu dýrkun valds-
ins. Það hefði líka verið óeðlilegt fyrir íslenzkt skáld,
iætt svo snemma á 19. öldinni. Þjóðin var bláfátæk, sár-
j]] eftir þjáningar miðaldanna ógróin. Island var rétt
vaknandi. Ekkert lá því fjær en ofmetnaður. Það var
þakklátt hverjum ylgeisla, hverri rýmkun frelsisins.
Það liorfði að visu sínum stóru, opnu augum út i heim-
inn, er drukku þyrst hina víðáttumiklu fögru útsýn.
Matthías er hér eins og í öllu dæmi sinnar aldar. Há-
tíðasöngur hans er hin kvakandi lofgerð hrærðrar þjóð-
.ar, er finnur yl dagsins og birtu sólarinnar nálgast. í
gegn um upprunaleik sinn i fátækt og smæð þjóðar-
dnnar, næmleik sinn fyrir öllum lilutum, skynjaði hann
þjáningar bróður síns, takmarkanir mannsins. Hann var
.sjálfur i mikilleik snillingsins viðkvæmt barn. Hann
sveiflast eins og strá fyrir hinum minnsta andblæ. Allt
,eru geðlirif, stemmning, viðkvæmni, kvika lífs og skiln-
ings og samúðar. Þess vegna drakk liann allt í sig, lífs-
128