Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 132
Þótt hundrað mínir hörpustrengir væru,
er hjörtu yðar Ijúfust gætu snert,
og syngju þar með tignartóna bjarta:
þeir tæmdu þó ei vinaryl míns hjarta.
Úr hvílíkum órafjarska berast þessir tónar? Sú öld,
það skáld, sem þorði að láta slika strengi liljóma. Nú
er mannúð hið hataða, smáða, fyrirlitna orð. Hið dýra
verðmæti 19. aldarinnar, hennar tignardraumur, mað-
urinn, hvar er hans vegur og virðing i dag? Kasaður í
skotgröfum, tættur sundur af sprengjum, rotnandi á víg-
völlum, pyndaður í fangelsum. Allt fyrir valdið, yfir-
ráðin, drottnunina, auðinn. Ekkert nema tryllt æði,
hefnd og grimmd. Hefnd á manninum, réttlætinu, list—
inni. í grafir og svartliol með fólkið og frelsið! Hlaðið-
um það múra, þykka, svarta múra! Drepið, pyndið,
drottnið! Verði svart! Verði kolniðamyrkur á jörðu!
Hvílíkt ógnardjúp yfir til skáldsins Matthíasar Joch-
umssonar, yfir hálfa öld!
Ofdrambið, heiptin og myrkrið eru andstyggð í aug-
um hans. Vald hins sterka innblæs honum enga lotn-
ingu. Kúgunina hatar hann. Boðskapur lians er ástin.
og hógværð hjartans. Áhugi hans er að vekja ást á því
einfalda, barnslega og hlýja, hlúa að öllu fátæku, sáru
og vanmáttugu, minna á blómið, barnið, stráið, ástina.
Hann trúir á kraft sólargeislans meir en stormsins.
Hinn tröllaukni Dettifoss hrífur hann ekki til há-
stemmdrar tilbeiðslu á krafti og afli fossins, heldur vek-
ur ótta í brjósti skáldsins, svo að hugurinn flýr til
barnsins:
Þó af þínum skalla
þessi dynji sjár,
finnst mér meir, ef falla
fáein ungbarns tár.
Það er sama tilfinningin og þegar hann flýði stálp-
aður drengur undan þokunni að hnjám móður sinnar.
Samhliða hinni djúpu tilbeiðslu á öllu barnslegu og.
130