Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 133
mildu, býr í skáldinu einhver upprunalegur ótti við
allt hrikalegt, myrkt og kalt í náttúrunni, allan fjand-
skap og liroka hjá mönnunum. Fjöldi af kvæðum skálds-
ins endurspeglar þennan ótta. Það er ótti hinna undir-
okuðu kynslóða. Það er hræðslan í hinum opnu, stóru
augum þjóðarinnar, er hún úr myrkri miðaldanna horf-
ir fyrst út í hinn víðáttumikla lieim. Og ef til vill er
það ekki ótti fortíðarinnar eingöngu, heldur óttinn um
framtíðina, fyrir hina fátæku smáu þjóð, fyrir hinn fá-
tæka umlcomulausa mann. Skáldið lætur aftur og aft-
ur í ljós hugboð sitt um slæma tíma, þrált fyrir bjarg-
fasta, upprunalega trú þess á framtíð mannsins. Það
þekkti ófullkomleika lians mitt i gengi framfaranna,
vissi, að hann átti enn miklar þjáningar fyrir liöndum,
áður en nokkurri fullkomnun yrði náð. Hann var lirædd-
ur um 20. öldina, og bæn hans er þessi við aldamótin:
Bind þú við liennar barnshönd veldissprotann. Barninu
einu trúði hann fyrir völdunum. Það er eins og Matt-
hías liafi einu sinni í ljósu hugboði fundið þær þján-
ingar, sem áttu eftir að bíða nútímans. Hann er stadd-
ur í Hróarskeldu dómkirkju innan um grafir konunga
cg prjál dauðrar listar. Það var 5. júlí 1904 eftir ný-
afstaðið friðarþing í Kaupmannahöfn. Skáldinu varð
óglatt í kirkjunni, og „þá kviknaði lijá mér liugblær
(stemning), sem kvæði þetta bendir til“:
Gefið loft, gefið loft, gefið lífsanda loft,
því ég lifi ei í rotnandi gröf!
Þú ert hugsjúk mín önd, þú ert heit, þú ert köld.
TJpp með hurðir! í brott héðan, brott!
Hvað skal hégómans dýrð, þar sem dauðinn er allt.
Það er dár, það er grimmasta spott!
Á það líkloft að tákna, hvers loftið skal virt
upp í liðinna Glysheima sal?
meðan allt þetta lifði, sem liggur nú stirt,
meðan lífsvillan sannleikann fal?
131