Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 134
Guð lijálpi yður, konungar, hvað liér er dinnnt!
Eg hef heyrt um svo margt — um svo margt —
þennan skerandi násöng um gjörræðið grimmt,
eins og guð hefði sagt: Verði svart!
— Þetta skerandi gjálfur um „skilning og trú“,
er öll skynsemi í útlegð var send —
þegar frjálsustu menn urðu fordæðu hjú,
sett í fangelsi, pínd eða brennd.
Svo gripið óhug' varð skáld 19. aldarinnar, er það við
uppliaf liinnar 20. fann miðaldalegt svartnætti og kúg-
unaranda lykja þrengjandi um sig í liinni fornu kirkju.
Skáldið, hinn frjálsi hugur vanur flugi um heiði lofts-
ins, sól og gróandi lifi, hinn heilbrigði andi víðrar ald-
ar, þoldi ekki þessa dimmu, köldu veggi, gerði uppreisn
gegn þessu myrkri, dauða og rotnun. En hvers vegna
skynjaði það einmitt þarna við ófriðarblikur hinnar 20.
aldar þessar svörtu ógnir miðalda? Voru þær enn svo
nærri? Sá skáldið fyrir nýtt svartnætti og kúgun, nýtt
tímabil pyndinga, ofbeldis, nýjar miðaldir? Hver er
þessi prjáli fyllta grafarkirkja? Hvaðan koma Jjessi orð:
násöngur, gjörræði, fangelsi? Eins og við þekkjum þau
slaf fyrir staf. Við hvað á lýsing skáldsins? Okkar eig-
in tíma? Og ótti þess og liróp i hinni rotnandi gröf?
Er það ekki okkar eigin ótti? Okkar hróp: gefið loft,
gefið lífsanda loft.
Nú er hálfs-þumlungs smáblómið himninum nær
báðum háturnum þínum við ský:
nú er hjarlaslag barnsins ei hæðunum fjær
en þeir hásöngvar kór þínum í.
Þú munt fara s'em Hleiðra, sem hvergi á sér hof,
ekki hálmstrá, og varla sinn grunn.
Vel og gott — ef þú heyrir þitt lifandi lof
gegn um lævirkjans sí-unga munn.
Öld hryðjuverka, ofdrambs og kúgunar, er ekki sem
132