Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 135
jiú lieyrir þinn eigin þunga dóm af munni skáldsins?
Hvað gagnar þitt skraut og prjál yfir rotnandi* gröf?
Og fyrir lifandi menn að eiga að draga þar andannl
Þú átt svo auðugan heirn og svo marga vegu, og einu
sinni lágu þeir allir hurt frá þér. Þú velur þann feg-
ursta, það er listin, sem töfrar. Þú gleymir öllu, gengur
lengra og lengra, frá mynd lil myndar. Hver dráttur
heillar þig dýpra og dýpra, og allt leysist upp fyrir aug-
um þér í liti og línur. Og þú veizt ekkert, livað þú ferð,.
þar til loksins þú áttar þig i dimmri hvelfingu, yfir
gröfum framliðinna, og þér er lirollkalt, og þungt loft
og þú hefur engan til að rétta höndina.
Eða þú trúðir leiðsögn hins sterka. Haim gat allf,
en þú ekkert. Sveif í loftinu yfir þér, þeysti fram úr
þér í gljáandi vagni. Og þú vildir uppvægur gefa lion-
um fylgd þína. Og hann bvggði þér borgir til að undr-
ast, reisti himingnæfandi turna. Og liann kallar þig einn
dag til hinnar hæstu kröfu, til að fórna lífi þinu fyrir
sig. Og þér er það fögnuður að láta lífið fyrir lierra
þinn. En svo kemur stund í skotgröfunum eina nótt,
er tætlurnar af líkum félaga þinna þyrlast upp í loft-
ið með moldinni, að þú ert ekkert nema skjálfandi
lirisla, og það er engin borg lengur og enginn turn og;
enginn foringi meir.
Og við fljúgum gegnum söguna, eftir tímabilum lista
og menninga, jdir vöxt og lirun þjóða, yfir gróður og
lirjóstur, fögnum og hryggjumst, miklumst og hrifumst,
svífum yfir tinda, föllum niður í dali, allt er hreyfing,
viðátta og framsýn, lifum stóra sigra, vinnum lönd og
riki, berum áhyrgð á lífi kynslóða. En svo er fluginu
allt í einu lokið, og við erum aðeins tvö lítil hörn, sem
leiðumst um skóginn og værum hrædd, ef við héldum
ekki i liöndina livort á öðru.
Og þannig geturðu farið um alla vegu og alla heima
listar, lífs og sögu, gegnum ár og aldir, getur miklazt
og villzt og týnt sjálfum þér, lent í klungrum og ófær-
133