Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 138
bláa lind, er seiddi mann til sín. Allt var frjálst og vitt
umhverfis, og það streymir til manns fagnandi bylgja.
Það, sem við flýðum, er gleymt, i þessari mildu nátt-
úru er alls að njóta, eins og hér sé okkar staður til að'
lifa og vera frjáls. Svo er lilýtt í návist skáldsins. Hér
erum við eins og börn í samræmi við allt og alla, liér
erum við einfaldlega menn. Þetta er 19. öldin, 19. ald-
ar ísland endurspeglað í ljóðum síns liæsta skálds, hið-
vaknandi Island, frjálshuga, víkkandi, Island, áður en
það stökk út úr sínu eigin lífi, öld, sem vissi, að mað-
urinn er dýrmætaslur alls. Fyrir okkur, ísland 20. ald-
ar, sem finnum lykjast kalda, dimma veggi að lífi okk-
ar, er það sönn lækning að teyga þetta heilnæma and-
rúmsloft mannúðar og hugprýði. Fyrr eða síðar, yfir
öfgar, villur og torfærur, hljótum við að koma aftur
að manninum. Inni í liugum okkar, innibyrgð í fang-
elsi aldarinnar, brennur óskin um mannúð og frelsi-
I dag er svart til lofts um alla Vesturálfu, en aldrei hef-
ur geislaskin sólarinnar verið þráð af jafn brennandi
lijörtum. Menn hrópa á frelsi, mannúð, réttlæti. I dag
er af milljónum manna tekið undir hróp skáldsins: Gef-
ið loft, gefið lífsanda loft!
136