Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 140
ekki meir en svo á manninn. Mér virtist svipur lians
nokkuö kuldalegur, og framkoman var lielzt i ætt við
íslenzka veðráttu, fannst mér. Það kom líka strax í ]jós,
að maðurinn var þurr í viðmóti og hranalegur. Við
mættumst á hlaðinu klukkan sex um mórguninn.
G’dag, sagði Húsi.
Komdu sæll, svaraði ég.
Svo þú ert frá Islandi, sagði hann, um leið og við
gengum af stað.
Já.
Það er víst kalt þar uppi.
Kalt á veturna, lilýtt á sumrin, svaraði ég.
Lengra varð samtalið ekki. Við fórum að ryðja mörk-
ina og hreinsa rætur úr jarðveginum eflir tré, sem liöfðu
verið höggvin um veturinn. Báðir þögðu til hádegis.
Hvor gaf þó gætur að liinum. Mér eru enn í minni liorn-
augun, sem hann gaut til mín við og við. Húsi var sér-
hlífinn við verkið. Alltaf þurfti hann að ýta þyngri liand-
tökunum af sér yfir á mig. Þó var hann bráðlaginn verk-
maður og rammur að afli. Það verð ég að segja, að ég
sárkveið fyrir því að eiga að vinna með honum allt sum-
arið. — Loks var hringt til dögurðar.
Nú er miðdagur, sagði Húsi.
Já, svaraði ég.
Þögulir gengum við lieim, hlið við lilið, hann með
hendur á baki, ég með þær i vösunum. Ilvíldartiminn
var fljótur að líða. Við töluðumst ekki við, það sem eftir
var dagsins, að ég tel. Einum tvisvar-þrisvar sinnum gaf
hann mér hranalegar leiðbeiningar í fám orðum um
eitthvað viðvíkjandi starfinu. Hann renndi til mín aug-
um við og við og gaf mér bendingar, þegar lionum fannst
ég gera eittlivað skakkt. Þá ygldi hann sig dálitið og urr-
aði líkt og rakki, sem stigið hefur verið lítilsháttar of-
an á. Mér sárnaði ruddaskapurinn, en hlýddi þó fyrir-
skipunum hans. Hvað gat ég annað gert? Hann var mér
margfalt eldri og reyndari i þessum vinnubrögðum, og
138