Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 142
Ég skýrði fyrir honum íslenzka búnaðarhætti, sem
hann botnaði víst litið í. Hann virtist ekki liafa heyrt
það fyrr, að til væru ferfætt dýr, sem kallaðar eru kind-
ur. Það eina, sem mér fannst liann hera nokkra virðingu
fyrir, voru svín og nautgripir, hestar og víðáttumiklir
akrar. Og þegar ég sagði honum frá sauðfjárlijörðum
og afréttarlöndum, hrisli liann liöfuðið þegjandi, með
svo mikilli fyrirlitningu, að mér hraus hugur við.
Við hættum alveg að tala saman um búskap. En um
hvað áttum við þá að tala?
Það var dálítið mildari svijmr á Níelsi á laugardags-
kvöldum en endranær. Þess vegna ávarpaði ég hann eitt
slikt kvöld eitthvað á þessa leið:
Hvar eru álitlegastar stúlkur liér i sveitum, hverjar
efnaðastar og í hvaða jörðum er mestur slægur-
inn fyrir ungan mann sem langar til að staðfesta ráð-
sitt?
Það var einhver gáski í mér, og mig langaði til að
vita, livað Níels segði. Hitt var mér fráleitt i huga að
giftast. Til þess vantaði mig alla ráðdeild og manndóm.
Niels gaut til mín augunum, að því er sýndist, heift-
arlega, og svaraði mér engu orði. Þar með var öllum
tilraunum mínum í þá átt að koma af stað viðræð-
um, í gamni eða alvöru, lokið.
En sunnudagarnir voru Níelsi heilagir. Ég komst að
þvi daginn áður en ég fór frá Bjarnastöðum. Þá var
samstarfi okkar lokið fyrir fullt og allt. Og ég kynntist
Húsa meira á þeim eina degi en öllum samstarfsdög-
um okkar til samans. Það má segja, að ég hafi fyrst
lært að skilja sálarlíf hans svolitla vitund síðustu klukku-
stundina, sem við vorum saman. Þá fyrst fékk ég að
vita dálítið um æfikjör lians, lagði á liann nýlt mat
og fékk með honum fyllstu samúð.
Þetta var að kvöldi þess dags, sem á íslandi er kall-
aður gangnasunnudagur. Ég átti erindi í bjálkakofann
hans Nielsar. Svo var mál með vexti, að kerlingin hans
140