Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 143
J>voði flestum konum Ijetur léreft og tók nálega enga
^reiðslu fyrir. Ég lét hana því þvo fyrir mig og gera
við sokka. Ég sendi henni venjulega óhreina og gölótta
■dótið mitt með ferð, sem féll, og hún sendi mér það aft-
ur heilt og hreint, lika með ferð, sem féll. Venjulega
var það Niels, sem flutti þvottinn. í þetta skipti fór ég
Jjessara erinda sjálfur. Það var enginn úti, þegar ég kom
að kofanum. Ég harði nokkur létt högg með hnúunum
ó liurðina, en enginn kom til dyra. Gekk ég þvi raldeitt
inn. Níels var einn lieima og sat í litlu, ómáluðu her-
hergi inn af eldhúsinu. Áfast við vegginn var lítið borð,
hvítþvegið. Gamall og slitinn stóll stóð á gólfinu, sem
var líka svo slilið af þvotti, að kvistirnir i því voru eins
og dálitlir hólar með dældum á milli. Við þilið and-
spænis dyrunum var ómálað rúmstæði, með rauðköfl-
úttri ullarábreiðu yfir. Á rúminu sat Níels, en yfir því,
á hornhillu, tifaði lítil stundaklukka í hvítsteindri blikk-
umgjörð og rauf kyrrðina í stofunni. Önnur húsgögn
■voru þar ekki en þau, sem nefnd voru. En í liorninu
hægra megin við dyrnar, þegar inn var gengið, stóð dá-
litil bókahilla. — Jæja, svo Niels er þá bókamaður, hugs-
aði ég og leit á kili nokkurra hóka. Það vbru reyfar-
ar, óbundnir og útjaskaðir. Á borðinu lágu síðustu ein-
tökin af norsku vikuriti.
Gott kvöld, sagði ég.
Kvöld, sagði Níels.
Lítur vel út með fóðurrófurnar? spurði ég.
O, ekki sem v-e-r-s-t, sagði liann og dró seiminn á
síðasta orðinu.
Þögn.
Þeir spá góðu veðri á institútinu, segi ég'.
O, ætli þ-e-i-r viti nú sosum mikið — um það.
Á móti þvi vildi ég ekki mæla við Níels. Hann litils-
virti alla veðurfræðinga.
Lest þú þessar hækur, spurði ég og benti á hilluna.
Hann hristi höfuðið.
141