Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 144
Nei, Óli minn liggur í þessu bölvuðu rusli, sagði
liann svo.
Ljótt, að unglingar skuli venjast á þetta. Það er ekki
til annars en ala upp í þeim leti og eyða timanum,
sagði ég.
Að þessari skoðun geðjaðist Níelsi vel.
Þetta er ekki um annað en gullgrafara og einhverja
spæjara, sagði hann.
Og letingja, sem ekki nenna að taka ærlegt handtak,.
bætti ég við,
Það fór að lifna yfir Nielsi. Svipurinn nxildaðist, og
málrómurinn varð lilýrri en liann átti að sér. Húsi leit
á mig, í fyrsta sinni augum, sem lýstu viðurkenningur
næstum þvi undrun og lirifningu. Hann sagðist hafa
heyrt, að ég væri í þann veginn að fara, spurði, hvort
það væri salt. Ég sagði sem var, að ég ætlaði á morgun.
Gat það verið, að Niels saknaði mín?
Viltu ekki sitja, sagði liann eftir dálitla þögn. Ég sett-
ist á gamla stólinn við borðið andspænis rúminu, þar
sem liann sat. Við þögðum báðir um stund, og ég virti
fyrir mér um stund þenna gamla og harðhnjóskulega
karl, sem nú virtist vera að ganga úr nokkurs konar
álagaham. Hann var orðinn svo ósköp mildur og há-
tiðlegur á svip. Yfir enninu hvildi tign og friður. Ég sá
í liendi mér, að upp var að renna langþreyð stund. Mig
hafði nefnilega lengi fýst að vita sitthvað um þenna
undarlega karl, sem ég raunar lengst af hafði litið allt
annað en hýru auga.
Hvaðan ertu Níels minn? spurði ég, í öðrum og mild-
ari tón en ég hafði nokkru sinni áður ávarpað Níels.
0, ég er nú fæddur héma, í þessari stofu, svaraði hann.
Faðir minn byggði hana árinu áður en ég fæddist.
Hvað ertu gamall?
Sextíu og tveggja.
Hvað hefurðu lengi unnið hérna á búgarðinum?
Síðan ég fór að geta tekið til höndunum. Fyrst var
142