Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 145
ég látinn plokka illgresi og binda kornið, það gekk si-
svona. Svo var farið að trúa mér fyrir liestum, þeim
þægustu fyrst, Gamla-Brún og Mósa. Og svo vandist ég
nú einu og öðru. Það gekk ekki sem ver-s-t....
Hefurðu aldrei farið neitt í burtu? spurði ég. Nei, hann
liafði aldrei farið neitt, hann hafði alla sina ævi unnið
á Bjarnastöðum. Ég spurði hann um fjárhagsaflcomuna,
hvaða kaup hann hefði liaft frá þvi fyrsta. Hann átti
ekki annað en litla húskumbaldann og eina belju. Svo
hafði hann tvær akurreinar á leigu, sem liann ræktaði
á kvöldin, eftir að vinnutíma á búgarðinum var lokið.
Kaupgjaldið hafði verið frá einni krónu tuttugu og finnn
og upp í sex og fimmtiu á dag, þegar bezt var borgað.
Hann hafði oftast haft nóg að éta, nema tímann, sem
kýrin stóð geld. Þá voru ekki önnur drykkjarföng en
vatn, og mjölið var blandað ríflega til helminga með
sagi, þegar dró fram á vorið. Nei, liann hafði aldrei eign-
azt neilt. Hann hafði aldrei liaft aðra útvegi en vinna
ár út og ár inn á búgarðinum. En þeir Bjarnastaðafeðg-
ar höfðu alltaf látið liann hafa vinnu, það máttu þeir
eiga. Hann hafði alltaf fengið vinnu ....
Það var farið að bregða birtu. Ég sá, hvernig rökkrið
hjúpaði Niels gamla meir og meir og smáviskaði út and-
litsdrætti hans. Ég sá, hvernig kvöldskuggarnir færðust
yfir vanga lians og enni. Röddin var að missa hinn ó-
venju annarlega, og, að þvi er mér fannst, fagra hreim.
Málrómurinn var að verða hrjúfur og kaldranalegur,
eins og lionum var eiginlegt. Það var mánudagur að
morgni.
Á þeim degi fór ég frá búgarðinum alfarinn.
Þegar sólin var að koma upp fyrir grenitrjátoppana
austur á ásunum, ók ég með 45 kílómetra liraða í Over-
landbifreið eftir veginum gegnum akurinn norðaustur
af stórgripahúsunum. Sunnan vegarins, á hægri hönd,
þegar ekið er frá bænum, var gamall maður að vinna.
Þessi maður var Húsi. Það var nú kominn unglingspiltur
143