Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 146
í vinnuna með honum. Þeir voru að færa saman fóður-
rófur á vögnum með hestum fyrir.
Pirrr, — sagði Níels gamli við hestinn. Það urgaði
í honum, eins og gamalli sög. — Lengra, lengra, kallaði
hann harkalega til piltsins, sem liottaði á sinn liest,
þar sem hann vingsaði höndunum og víxlaðist áfram
við hlið hans, blár í gegn í morgunnepjunni og sútar-
legur á svip. Mér var litið framan í Húsa, um leið og
bifreiðin þaut fram hjá. Helgidagssvipurinn frá degin-
xim áður var liorfinn af andliti hans. Sólskinsblærinn,
sem þá var á enninu, var gjörþurrkaður út, en silfurhvít-
ur lubbi lá yfir því vinsfra megin. Hakan var aftur orð-
ín eins og flijri á liesti. Húsi var otureygður og liarðneskja
í augnaráðinu.
Bifreiðin ók á svipstundu gegnum akurinn og inn í
greniskóginn.
En ég man það, eins og það liefði skeð í gær, hvernig
Níels gamli var útlits, þegar ég sá liann í síðasta sinni
kafa i límkenndri, hálfblautri leirmoldinni þarna á
rófnaakrinum: Mér fannst liann eiga mest skylt við
liaustnæðinginn á íslandi, sem ýfir bárurnar á sjón-
um og iætur grösin fölna. Og þó var hann liægur og
•seinfara og vann engum manni tjón, þar sem liann
skakklappaðist með hrjúfar liendur og lirukkur á enni
á eftir kerruklárnum. Gamli maðurinn var furðu beinn
í baki og hnjám, og hendurnar voru kraftalegar. Hann
var þykkur undir hönd, með gildan háls og breiða
bringu. Þó fannst mér hann bera áhyggjur og erfiði
niargra þrautpíndra kynslóða á bakinu.
144