Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 148
hættur, sem hinu glæsilega vitundarlífi borgaranna voru
með öllu liuldar, togaði í og hindraði allar verulegar
breytingar. Og liin frumræna eðlishvöt liafði á réttu að-
standa. í þessu gamla, leiðinlega formi sinu liafa
menntaskólarnir haft stórfellda þýðingu til verndar
völdum borgarastéttarinnar, eftir að hlutverki hennar
var lokið sem leiðandi stéttar í framsókn mannkynsins-
og eftir að völdum liennár átti þar með að vera lok-
ið. Hlutverk menntaskólanna var að fjarlægja æsku-
mennina, sem verið var að ala upp til vísindastarfsemi
og trúnaðarstarfa í þjóðfélaginu, frá fólkinu, kröfum
þess og viðfangsefnum. — Þeir voru bundnir fræðum,
sem ekkert komu við sjálfu lífinu og viðfangsefnum
þess til alhliða framfara og almennrar farsældar, sem
á yfirborði vitundarlifsins var hinn sárþráði draumur
borgarastéttarinnar, og þvi var troðið inn hjá þeim, a5
með þessum fræðum væru þeir orðnir að annarri og
fullkomnari manntegund. Þessu lilutverki sínu liéldu
menntaskólarnir, þrátt fyrir allt fjas og allar tilraunir
víðsýnna og framfaraþyrstra menntavina.
Okkur stúdentunum frá 1917 þótti skólinn leiðinleg-
ur, eins og öðrum stúdíósum artium, bæði fjrrr og síðar.
Sumir álitu, að leiðindi okkar stöfuðu af leti, en svo-
var áreiðanlega ekki, nema þá að litlu leyti. Margir
okkar þráðu starf og áreynslu. En við þráðum lífrænt
starf, sem stæði í raunhæfu og rökrænu sambandi við'
áhugamál okkar. Óánægja okkar, sem stundum brauzt
út í ómarkvissri uppreisnarþrá, var sprottin af tilfinn-
ingu fyrir þvi', að það var verið að misbjóða olckur, það
var verið að færa okkur í burtu frá sjálfu lífinu og un-
aðssemdum viðfangsefna þess, það var verið að gefa
menningarþyrstum sálum okkar steina fyrir brauð, það
var verið að eyðileggja dýrmætan tíma okkar. Og sum-
ir liöfðu ekki farið út í heiminn fyrri en um tvítugs-
aldur og höfðu ekki neinum tíma að fórna ólífrænum
146