Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 149
lærdómsítroðningi, en þóttust viðbúnir að ganga beint
að undirbúningi þráðra viðfangsefna.
Við sungum líka hátt: Valete studia. Við vorum
fegnir lausn úr helgreipum sálarlitils þrældóms, en aðr-
ir hlökkuðu þó enn meira til að hefja nú starf, þar sem
kraftar okkar gætu notið sín frjálsir i viðskiptum við
persónuleg hugðarefni. Við áttum bjarta drauma um
verkefni, er við ættum eftir að leysa i þágu hinnar si-
hækkandi framfarasólar í íslenzku þjóðlífi. Og við bár-
um i brjósti marga bjargfasta von hver um annan, á
hinum fjölþættu sviðum menningarinnar. Svo kvaddist
þessi 40 manna hópur. Hann dreifðist víðs vegar yfir
hagsmunasvæði íslenzkrar menningar til að leiða til
sigurs hafin störf og nema ný lönd. Á síðastliðnu vori
(1937) voru allmargir þessara stúdentsbræðra saman
komnir til að lialda Iiátíðlegt okkar 20 ára stúdents-
afmæli. Ég hafði ekki aðstöðu til að vera með, en hug-
ur minn dvaldi þó í liópi þeirra. Og liér ætla ég að leiða
íyrir almenningssjónir nokkrar af hugleiðingum minum
og niðurstöðum þann dag.
II. „Hvað er þá orðið okkar starf.“
Hvað liggur nú eftir þennan 40 manna hóp, að liðn-
um fullum tveim tugum ára? Margt gott má um það
segja. Sumir liafa leyst af liöndum afrek, sem engir sér-
stakir draumar voru um. Hinn hæggerði og' látlausi Skúli
Guðjónsson, sem ekki var nein sérstök athygli veitt á
skólaárum, siglir nú blásandi byr til lieimsfrægðar. Spá-
dómur hefði það þótt i gamla daga, að Grétar Ó. Fells
yrði guðlegur spekingur og stofnsetti, eða öllu heldur
uppgötvaði, jafn merkileg trúarbrögð og trúarbrögð nátt-
úrunnar, langsamlega fjölskyggnasta trúarbragðafélag,
sem litið hefur ljós vorrar jarðnesku sólar. Og hvað segj-
um við um Svein Víking, sem brot af heilögum manni?
Stefán Einarsson hefur sannarlega ekki svikið vonir okk-
147