Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 150
ar á sviði ÍTæðimennskminar. Hann er hinn sami í gæí
og í dag og um allar aldir, greindur í betra lagi, dug-
legur og heiðvirður, fylgist með öllu, sem bókmenntum
íslendinga viðkemur, talar um það og ritar með sama
hreina hugarfarinu og maður þekkti í skóla, hiklaust
eftir meginreglum hlutleysis og sjálfstæðs hugarfars.
Steingrímur Einarsson hefur reynzt dugnaðarmaður i
sinni grein, eins og til stóð, og yrkir klámvísur og níð-
vísur eftir innsta hjartalagi íslenzkrar þjóðar, sérkenni-
legar, mergjaðar og ódauðlegar. Það stóð alltaf til, að
eitthvað yrði úr Jóni Eyþórssyni, sökum gáfna og mik-
illar elju, þótt ekki dytti manni þá vindspeki i hug, frek-
ar en hvað annað. Efalaust reiknar hann nákvæmlega
út frá þeim tölum, sem honum eru gefnar, lirekklaus og
hláturmildur, liverju sem viðrar. Svavar Guðmundsson
liefur reynzt slyngari í þvi að koma i verð sinni mjó-
róma hávaðasemi en búast mátti við. Jónas Sveinsson
hafði alltaf lífgandi og yngjandi áhrif, hvar sem hann
kom. Lifið liefur veitt lionum þá hamingju að lyfta þeirri
gáfu lians upp í æðra veldi. Baldur Andrésson hefur ver-
ið trúr sinni æskuást til liljómlistarinnar og er orðinn
kunnur meðal þjóðarinnar sem hennar falslaus unnandi.
Og of langt yrði upp að telja nöfn allra þeirra, sem
standa með dugnaði og trúmennsku á ótal sviðum i þágu
hins íslenzka þjóðfélags, kennarar, prestar, læknar,
sýslumenn, verkfræðingar, skrifstofumenn o. fl. o. fl.
Það er ekki mikið um vonsvik í sambandi við reynslu
þessara stúdentsbræðra úti á embættasviði þjóðfélags-
ins. Það telst ekki til vonbrigða, þótt aldrei rættist sá
draumur okkar, sem bæði var ljóslifandi í hjartanu og
á blöðum „Sneglu-Halla“ (bekkjarhlað 4. bekkjar), að
hinn iturvaxni og gervilegi Björn Sigurbjörnsson tæki
fárveikar heljur á sína sterku arma og hallaði þeim
með móðurlegu ástríki að sínu breiða brjósti. Nú stend-
ur hann með snjáða tíkalla í sínum sterku Iiöndum i
Otibúinu á Selfossi. En hann gómar þá réttilega, þeir
148