Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 151
tolla ekki saman í höndunum á honum, hann telur rétt,
og það er tiltölulega sjaldgæft meðal bankagjaldkera
nú á þessum krepputimum.
III. „En hvar eru þeir níu?“
Og er þá allt með felldu með þennan 40 manna hóp?
Því miður alls eklti. Það vantar heilan hóp manna, sem
áttu að standa á þvi sviði, sem mest þótti undir koma
á þeim árum, að vel væri mönnum skipað. Það vant-
ar spámennina. Það vantar hina andlegu vökumenn,
sem áttu að lialda við glóðum þeirra hugsjónaelda, sem
leitt höfðu þjóðina inn á brautir stórfelldra framfara
og nýrrar menningar og áttu að tendra nýja vita og
vera leiðsögumenn á framfarabraulum komandi kyn-
slóða. Það vantar mennina, sem með mætti anda sins
áttu að verla Ijósi listarinnar inn í sál þjóðarinnar og
ráða niðurlögum hins steingerva afturhalds, sem enn
ríkti á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Ég get ekki sagt,
að ég minnist margra ánægjustunda frá skólavetri
Menntaskólans, en þess er mér ljúft að geta, að ógleym-
anlegar hygg ég að mér verði kvöldstundir nokkrar i
lestrarstofu skólasafnsins, Iþölcu, þar sem saman kom
ldúbhur hinna bókmenntasinnuðustu meðal skólasveina.
Við munum liafa verið nærri 20 talsins frá þrem
órgöngum. Við ræddum um ýmsa atkvæðamikla rit-
höfunda, íslenzka og erlenda, yfirstandandi og liðins
tima, leituðum kjarnans í boðskap þeirra og þeirra
formseinkunna, sem gaf þeim hið listræna gildi. Sjálf-
sagt hefur bókmenntagagnrýni okkar verið ófullkomin*
eins og önnur æskunnar verk, en víst var um það, að
við nutum starfsins, sóttum anda okkar frjóvgun, þrosk-
uðum næmleika okkar fyrir fegurð í orðsins list og
glæddum ást okkar á dirfsku og sannleiksást liinna spá-
mannlegu brautryðjenda, og nær er mér að lialda, að
sumt af orðum okkar þar hafi staðið framar að bók-
menntagildi megninu af þeirri bókmenntafræðslu, sem
149