Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 152
nú er íærð íslenzku þjóðinni undir skjaldarmerki rik-
isvaldsins.
Það var okkar bekkur, sem lagði til efnileguslu menn-
ina í þennan lióp, — mennina, sem af mestri áfergju
teyguðu i sig listaverk hinna ágætu höfunda, lögðu mest
til mála í dómum um verk þeirra og höfuðáttir hinna
bókmenntalegu strauma á hverjum tíma og gáfu mesl
fyrirheit um að feta i fótspor þeirra um andagift og
orðgnótt, listauðgi, spámannlegan kraft og andlega for-
ystu í þjóðlífinu.
Hvað er orðið um þessa menn? Hvaða öfl hafa dreg-
ið þá út af hinu bókmenntalega sviði, eða hvi liafa
þeir ekki gelað notið sín þar til þess lilutverks, sem
þeir ætluðu sér og skólasamtíð þeirra trejTsti þeim til?
Vitanlega geta margar ástæður legið til þess; að mað-
urinn lendi á öðru starfssviði en hann háfði dreymt
um og þar sem talið hefur verið, að liæfileikar lians
liefðu hezt skilyrði til að njóta sin. Bæði getur verið
um vanþekkingu á hæfileikum að ræða og' auk þess
toga ýmsar aðstæður í sambandi við lífsharáttuna út
á önnur starfssvið. Það á ekki sízt við um rithöfunda-
efni Islendinga, þar sem framhoð er yfirfljótanlegt, en
hins vegar kjör íslenzkra rithöfunda og annarra lista-
manna svo erfið, að til þess að geta notið sín á því
sviði, þarf eigi aðeins ódrepandi lineigð til starfsins,
heldur og gallhreysti til likama og sálar, hörkuvilja
og skapfestu til að geta staðizt og yfirstigið þær hörm-
ungar, sem bíða hins íslenzka listamannsefnis. En mér
virðist, er ég lít yfir hóp liinna eilt sinn væntanlegu
vökumanna í hópi stúdentshræðra minna, að þessum al-
mennu ástæðum sé ekki til að dreifa um lilutskipti
þeirra, heldur öðrum mjög lærdómsríkum, sem standa
i sambandi við alþjóðlega menningarþróun siðastliðins
aldarfjórðungs. Lítum nú fyrst á einstök alriði.
Aðalljóðskáld skólans um þriggja ára skeið var Sig-
urður Grímsson. Eftir liann hefur verið útgefin ein ljóða-
150