Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 153
hók, sem lílt er þekkl og óhætt er að segja, að ekki hef-
ur haft áhrif á neinu sviði. Þrátt fyrir óumdeilanlega
prýðilega hagmælsku og formfegurð, sem þegar ein-
kenndi ljóð hans í skóla og kom þó fram í enn hreinni
mynd i ljóðahók lians Langeldum, þá heyrir maður
hvergi eina einustu visu eftir liann af vörum þjóðar-
innar, hærri né lægri. Aðeins ein hending: „Mér fannst
ég finna til“, hefur náð mikilli frægð. Sú hending lifir
og hlýtur að lifa, af þvi að liún er meistaralega meitl-
uð ástæðan fyrir því, að ljóð lians gátu ekki náð lijarta
þjóðarinnar, nema aðeins einnar skammlifrar skólakyn-
slóðar. Hin draumlynda fegurðarþrá og næma formtil-
finning, sem einkennir kvæðin, verður ekki fær um að
halda þeim á lofli. Önnur einkenni ráða meiru og kveða
þau í gröfina: Átakanlegt þróttleysi, algert áhugaleysi
um félagsleg' málefni og takmarkalaus skortur á ástríðu.
Davið Stefánsson kvað sig inn i hjarta mikils liluta
þjóðarinnar og er sunginn af hvers manns vörum, ekki
af því að ljóð hans væru ljóðrænni en ljóð Sigurðar,
heldur í krafti sinna ólgandi ástríðna. Davíð er skáld
þeirrar horgaraskynslóðar, sem nýtur lífsins að sigri
loknum og svalar margra kynslóða þorsta eftir lvsti-
semdum lífsins. Sigurður er skáld næstu kynslóðar þar
ú eftir, manna, sem ekki aðeins höfðu öðlazt skilyrði
til að njóta alls, sem hjartað þráir, lieklur hafa notið
þess i svo ríkum mæli, að þorstanum er svalað, hin
glaða nautnaástríða horfin, en í liennar stað komið al-
gleymið í faðmi friðsællar og hættulausrar tilveru. Hann
•var skáld þróunartimabils, sem íslenzk borgarastétt
hljóp yfir. Sigurður Grímsson var draumur, sem aldrei
rættist, af því að hann var skáld kynslóðar, sem aldrei
fæddist, nema rélt i draumum nokkurra manna.
Magnús Magnússon liefur sennilega verið gagnmennt-
aðastur sinnar tíðar skólasveina í hókxnenntalegum efn-
xim. Hann var lika þroskaðastur i formi óbundins máls.
Honum liefur líka tekizt að vei'ða þjóðkunnur ritliöf-
151