Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 154
undur, og ber enginn brigður á ritsnilld lians. En ábrif
hans í bókmenntalifi þjóðarinnar eru bókstaflega engin.
Slíkt áhrifaleysi efnilegasta rithöfundar okkar á rætur
sínar í því, að á bak við ritsmíðar lians liggur elcki
snefill af siðferðilegri alvöru. Sökum þessarar vöntun-
ar veldur hann engum „stormi“ í bókmenntaheiminum
íslenzka, heldur bara ómerkilegum vindgangi, sem eng-
inn bókmenntaveðurfræðingur þarf nokkurn tíma að
taka tillit til. Þrátt fyrir listauðgi á liáu stigi, gengur
hann sjálfsagt sporlaust yfir svið íslenzkra bók-
mennta.
Okkar umbrotamesti og áliugasamasti bókmennta-
maður var Kristján Albertsson. Hjá lionum var hvorki
um að ræða skort á ástríðu né bókmenntalegri siðferð-
isalvöru. Hann var sísvellandi af eldmóði, sem gæddi
hann þvílikri mælskusnilld, að nærri mun heita mega
einsdæmi meðal æskumanna á þvi relti. Á skólaárum
hafði liann þegar vakið á sér atliygli á liinu bókmennta-
lega sviði sem skarpur og ódeigur gagnrýnandi. Sum-
um þótti liann að visu óvæginn og ósanngjarn, en slíkt
verður ekki með réttu talið til syndar ungum manni.
Meira bar að meta lireinskilni og dirfsku æskumanns-
ins, sem tók sér fyrir hendur að gagnrýna vinsælasta
og afkastamesta rithöfund þjóðarinnar (Jón Trausta).
Þessi ungi maður gerði sig alls ekki sekan um þá lin-
kind kunningsskapar og tillits til „erfiðra aðstæðna í
uppvexti" og „bókmenntastarfs i lijáverkum“, sem öðru
meira hefur orkað til eyðileggingar á allri bókmennta-
gagnrýni hér á landi og þar með staðið mjög fyrir öll-
um bókmenntaþroska. í gagnrýni sinni lagði hann þann
eina mælikvarða, sem leyfilegt er af bókmenntagagn-
rýnanda, hreinan bókmenntamælikvarða, án tillits til
allra skilyrða, sem rithöfundarnir eiga við að búa. Þær
ástæður eiga heima í likræðum eða sálfræðilegum vís-
indum, en ekki í bókmenntagagnrýni. Gagnrýni Krist-
jáns var byggð á alþjóðlegum bókmenntakröfum, og
152