Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 155
hún har vott um þroskaðiá bókmenntasmekk og víð-
tækari bókmenntaskilning en venjulegur er meðal ung-
linga undir tvítugs aldri. Og liin heilaga alvara lians í
lcröfum um íslenzkar bókmenntir, sem dæma mætti eft-
ir alþjóðlegum mælikvarða, gaf ýmsum bjargfast traust
til þessa unga manns og vonir um, að liann mundi eiga
eftir að hafa mikla þýðingu fyrir bókmenntir þjóðar
sinnar.
En útkoman liefur orðið hörmulega rýr. Nú virðist
þó ekki um að kenna erfiðum skilyrðum. Maður veit
ekki til, að önnur áliugamál hafi dregið huga hans frá
bókmenntunum eða hann liafi þurft að helga sig öðr-
um verkefnum, sér til lífsframdráttar. Að því er ég bezt
veit, er hann einn þeirra fáu íslendinga, sem svo eru
hamingjusamir að liafa ált brennandi liugðarefni og
liaft aðstöðu til að sinna þeim hugðarefnum án allrar
áhyggju af því, hvernig draga beri frarn líftóruna. Ég
lief lika trú á þvi, að enn muni liann lesa af kappi
liinar fjölþættustu bókmenntir og liafa persónuleg kynni
af ýmsum andans jöfrum heimsins.
En það er rétt aðeins, að maður heyrir við og við
andardrátt lians í heimi bókmenntanna, og þá næsta
veikan.
Hvar felst skýring þessarar staðreyndar? Hún felst
tvímælalaust í persónulegum tengslum þessa manns
við fjármálaauðvaldið. Þjóðfélagsþróunin hefur gengið
risaskrefum tvo síðustu áratugina. Hún hefur ekki nag-
að, liún hefur klippt í sundur hagsmunasamböndin milli
ráðandi afla auðvaldsþjóðfélaganna og þeirrar menn-
ingar, sem enn er í orði kveðnu viðurkennd hin leið-
andi stjarna á þróunarbraut mannkynsins, nema þar
sem fasisminn heldur þeirri viðurkenningu niðri með
villidýrsgrimmu hervaldi. Og alls staðar i auðvaldsheim-
inum er þróunin komin á það stig, að þessir tveir að-
ilar standa hvor gegn öðrum sem hinir svörnustu óvin-
ir. Þróun hins ráðandi liluta borgarastéttarinnar er
153