Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 156
komin á það stig, að liún á að höfuðóvini þá menn-
ingu, sem var höfuðprýði og orkugjafi horgarastéttar-
innar á blómaskeiði hennar.
Enginn verður spámaður samtiðar sinnar, nema sál
hans eigi samleið með undirstraumi liinna dýpstu þjóð-
félagshræringa. Höfundar verka þeirra, sem við skóla-
hræðurnir lauguðum sálir okkar í á skólaárunum, áttu
gildi sitt i því, að þau voru inni á sviðum heitustu við-
fangsefna lífsins og snertu lijartanlegustu hugðarefni
framsæknasta hluta þess mannkyns, sem þeir störfuðu
meðal. Yið munum liafa gert okkur grein fyrir. þessu
að ekki óverulegu leyti. Hitt var okkur með öllu hul-
ið, að andstæður í hugðarefnum okkar litlu þjóðar yrðu
eins átakanlegar á næstu árum og raun liefur á orðið.
A skólaárum okkar lágu straumarnir saman á yfirhorð-
inu. Borgararnir sátu sigurglaðir og athafnaríkir að
völdum, með lijartað fullt af draumum og fyrirheitum
um almenna vellíðan og menningu, og alþýðan liafði
lært að gera þessa sömu drauma að sínum draumum.
Þessi yfirborðshagsmunatengsl meðal stéltanna stóðu i
sambandi við þjóðfrelsisbaráttu þjóðarinnar, og á vissu
þróunarstigi auðvaldsskipulagsins gátu borgararnir
veitt allmiklum liluta verkalýðsins hlutdeild í iðnaðar-
vinningum sinum með aukinni atvinnu og liækkandi
kaupgjaldi og bættum vinnuskilyrðum á ýmsan liátt.
Yfirleitt gerðum við okkur ekki annars grein en
allt mannkynið ætti samleið eftir menningarleiðum
borgarastéttarinnar. Það, sem á skorti, að allir fengju
að njóta menningarskilyrða lífsins, álitum við sök
þröngsýni og gamaldagsvenja, og þess vegna dáðum við
mest þá ritliöfunda, sem deildu á steingervingana,
stungu á kýlunum. Þeir hjálpuðu bezt til að yfirvinna
leifar gamallar ómenningar, svo sem lieimskulegar
skoðanir, fáránlega siði, örhirgð og kúgun.
Nú er þessari blekkingu að fullu svipt frá augum
hvers sjáandi manns. Stéttaárekstrarnir eru komnir í
154