Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 157
íilgleymiiig. Þá eigum við stúdentarnir frá 2. tug ald-
íirinnar um tvennt að velja. Annað var það, að fylgja
þeirri stétt, sem bar uppi þá menningarstefnu, er við
aðhylltumst á skólaárum, en nú er komin í and-
stöðu við sina fyrri menningarstefnu. Hitt var að fylgja
■okkar menningarlega æskudraumi, undir merkjum verk-
lýðshreyfingarinnar, gegn völdum borgarastéttarinnar,
sem birtist í æ andlausara, siðspilltara og villimanns-
legra fjármálaauðvaldi.
En bókmenntamennirnir í hópi stúdentsbræðra minna
hafa alls ekki valið á sviði sinnar bókmenntalegu köllun-
ar, að minnsta kosti ekki hreint og liiklaust. Það er höf-
•uðástæða þess, að þeir hafa horfið af bókmenntasviðinu.
Skýrasta dæmið er Ivristján Albertsson. Þegar litið er
á þau nánu persónutengsl, sem hann stendur í við hjarta
fjármálaauðvaldsins hér á landi, og þess er hins vegar
.gætt, hve lítil voru uppeldistengsl hans við undirstéttir
þjóðarinnar, þá er ekki að undra, þótt deyfðar yrðu
■eggjarnar, er hann skyldi verja bókmenntamenningu þá,
er hann dáði, gegn þeim aðilum, sem liann er persónu-
lega tengdastur og voru á vissu stigi skoðanabræður
hans um grundvallarsannindi bóklegrar menningar, á
þeim árum, þegar blóðið var heitt og bjartað var ungt.
Hitt ber að meta að verðleikum, að þrátt fyrir þessi
tengsl sín við hatrammasta óvin islenzkrar menningar,
þá hefur Kristján aldrei orðið menningarlegur misend-
ismaður í þágu auðkýfinganna, svo sem Benjamín Krist-
jánsson og Knútur Arngrímsson. Þá sjaldan hann skrif-
ar, er yfir því blær hins bókmenntaða manns. Svo
sterlc eru hin menningarlegu áhrif æskuáranna, að hann
virðist aldrei æt'la að „bíða þess bætur“. Árekstrar fjár-
análaauðvaldsins og bóklegrar menningar hafa glapið
skilninghans á hinum menningarlegu straumbrigðum, og
sökum tengsla sinna við fjármálaauðvaldið annars veg-
ar og hins vegar rótgróinnar ástar og virðingar á fögr-
!Lim og sönnum bókmenntum, hefur hann leitt lijá sér