Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 158
að leggja sinn skerf lil þeirrar baráttu, sem háð er nú
um heim allan um tortímingu eða verndun lieimsmenn-
ingarinnar. Hann hefur sem allra næst tekið afstöðu
lilutleysingjans og þar með horfið af sviðinu.
Ég hef hér bent á þrjá af stúdentsbræðrum mínum,.
sem meiri vonir munu liafa gefið um afreksrika þátt-
töku í bókmenntalífi íslendinga en flestir aðrir mennta-
skólanemar um nolckurra ára skeið, farið nokkrum orð-
um um afdrif þeirra og reynt lililsháttar að skýra þau
á grundvelli þjóðfélagsþróunar síðustu áratuga. Þetta
iief ég gert af því, að í mönnum þessum lief ég séð
dæmi hins almenna, hvernig verðandi menntafrömuðir
þjóðarinnar, sem voru að vígja æsku sína til starfsins
á þeim árum, þegar bjartast var yfir framtiðarvonun-
um, liafa horfið á bak við tjöldin, af því að þeir hafa
komizt úr tengslum við ástríðuþunga síðustu áratuga,.
alvöruþunga þeirra og skýlausar kröfur um stéttarleg.
sjónarmið sem liöfuðskilyrði liverrar þeirrar bók-
menntastarfsemi, sem nokkuð kveður að og á nokkurn
hátt getur verið leiðandi i menningarlífi þjóðarinnar.
Nú vil ég með nokkrum orðum minnast hins fjórða úr
okkar hópi, sem mér virðist bera sameiginleg einkenni
allra hinna, en mest er áberandi, af því að forsjónin
liefur tyllt honum upp á eitt ofurhátt fjall, þar sem
hann fær ekki dulizt sjónum manna. Maður þessi er
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
IV. „í guðs friði!“
Það voru engir sérstakir draumar um Vilhjálm Þ.
Gíslason sem skáld eða mikinn rithöfund. Sjálfur var
hann laus við alla skáldadraumóra urn sjálfan sig, en
hann var einn í bókmenntaklúbbnum, liafði mikinni
ábuga á bókmenntum og næman smekk og var íi
miklu áliti sem bókmenntaður maður. Ef okkur hefði
verið sagt það, að hann ætti eftir að verða skólamað-
ur, þá hefðum við tvímælalaust samfagnað honum með'
156