Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 159
a'ð lenda á réttri liillu í lífinu, og ekki hefði okkur þótt
það ósennilegt, að hann hlyti eitthvert forystuhlutverk
á menningarlegu sviði, því að maðurinn virtist vel til
forystu fallinn, drengilegur í framgöngu, glæsilegur og'
atkvæðamikill að vallarsýn, ákveðinn í orðum og skoð-
unum, flaslaus, en fylginn sér, með rólega yfirsýn yfir
viðfangsefnin.
Ilvílík hamingja fellur því i skaut hókmenntavin-
anna, að þessi maður skuli finna þá náð fyrir aug-
liti þeirra manna, sem þjóðfélagið hefur falið umsjá
áhrifamesta menningartækisins, sem það nokkurn tíma
hefur haft í þjónustu sinni, að þeir fela honum þann
lið menningarslarfsins, sem dýjjstar rætur á í sál þjóð-
arinnar, sem er hennar dýrasti arfur og dýrmælasta eign
og einn liefur verið þess megnugur að gefa íslenzku
þjóðinni tilverurétt í alþjóðlegri menningarvitund.
Það er ekki slorleg aðstaða fyrir áhugasaman hók-
mennlamann að vera settur í samband við meginhluta
þjóðarinnar í 15 minútur á liverri einustu viku árið
um í kring til að fræða liana um allt hið merkasta á
bókmenntalegu sviði, fornt og nýtt, varpa ljósi hók-
menntalegs skilnings yfir hvert það rit, sem þjóðinni
berst í hendur, vekja eftirtekt hennar á þeim bókum,
sem mest menningargildi liafa í sér fólgið, lýsa þróun
rithöfunda og skýra hana í sambandi við áhrif annarra
höfunda, nýrra stefna, breytlra lífsviðhorfa, benda á
neistann, sem liggur falinn í ófullkomnum verkum byrj-
endanna, kenna þjóðinni að meta gildi liinna bók-
menntalegu verðmæta, kryfja til mergjar viðfangsefni
höfundanna, lialda sivakandi neista bókmenntaástar-
innar, livar sem hann er að finna.
Þetta er aðstaðan, sem fullkomnasta menningartæki
þjóðarinnar leggur upp í liendurnar á hinum mennt-
aða og gáfaða Vilhjálmi Þ. Gíslason, manni, sem ólst
upp á einhverju hinu bókmenntaðasta heimili þjóðar-
innar á þeim tímum, þegar hjartast var og frjálsastur
157