Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 161
rætt í þá átt, að aðdáunin á Villijálmi stígur að sama
skapi og' lækkandi fer liitagráða bókmenntalegs áhuga
og sérstaklega að sama skapi og minnkandi fara freist-
ingar til að reyna mikið á heilann. En ekki er það óal-
gengt, að Vilhjálmur her eitthvað það fram úr sjóði
anda síns, sem nálgast það að vera fræðandi baðstofu-
rahb, einkum í sambandi við erlendar ferðamannabæk-
ur, og hafa menn almennt ánægju af að hlýða á þess
háttar frásagnir, þegar lokið er góðu dagsverki og ekki
hýðst annað betra. Þvi verður heldur ekki neitað, að
hann minnist oft skýrt og rækilega innlendra fræði-
bóka, einkum sagnfræðilegra og fornbókmenntalegra.
Hann liefir t. d. ýtarlega minnzt rita Jóns biskups Helga-
sonar og notað tækifærið til að ræða á víð og dreif um
tímabil þau í sögunni, sem umgetin hók er i snertingu
við. Hann tekur lífinu líka með sælublandinni rósemi,
þegar honum gefst tækifæri til að ræða um rimur i
sambandi við einhverja dýrðlega rímnaútgáfu eða
fræðihók um þau efni. Fornritaútgáfunnar hefur hann
einnig getið í hvert skipti að ný hók hefur kornið á
vegum hennar. Þó hefur hann látið það ógert, i sam-
bandi við þær merku bækur, að benda á það, hvernig
útgáfa þeirra fullnægði þvi sjálfsagða hlutverki að gera
þessa þjóðardýrgripi, íslendingasögurnar, að eign al-
þýðunnar i landinu á ný, svo sem þær hafa verið und-
anfarnar aldir, í hverju lægju vantanir á þvi sviði, að
útgáfan fullnægði þvi lilutverki, og á hvern hátt úr
mætti hæta.
En þegar kemur að þeirri grein nýbókmenntanna,
sem eiga að vera Ijós i lýðanna stríði hins daglega lífs,
þá fer Vilhjálmur allur hjá sér. Sérstaklega vekur það
athj^gli, að þeir höfundarnir íslenzku, sem þjóðin les
nú á tímum meira en nokkra aðra og alþýðan les
meira að segja i beinu sambandi við dýpstu alvöruefni
daglegs lifs og undirstrauma alþjóðlegrar þróunar,
heyrast varla nefndir á nafn í útvarpstimum um bækur
159