Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 164
fremst þá atburði, sem vendilegast hafa hreiðrað unx
sig í vitundarlífi þjóðarinnar. Jóhannes er að meitla í
stuðlaberg rammíslenzkra ljóðlína ákveðið sjónarmið á
liðnum atburðum, svipi genginna sögulietja, liann ger-
ir tilraun til að láta þjóðina sjálfa syngja inn i sína
eigin sál ákveðið lifsviðhorf, —■ gefur lienni nýja lifs-
skoðun í jafngirnilegu sælgæti og ljóðum um afreks-
menn þjóðarinnar og þá atburði úr sögu liennar, aS
fornu og nýju, sem dýpst spor hafa eftir sig skilið í
sál hennar.
Þegar Vilhjálmur talar um sagnarit Jóns biskups
Helgasonar, þá hefur hann sýnt það, að hann lætur
sér annt um horfna tima i sögu þjóðarinnar og fagn~
ar mikillega hverjum þeim ljósgeisla, sem varpað er
yfir áður lítt þekkt svið hennar, og ég gæti liugsað,
að fræðilegur áhugi Vilhjálms muni einkum bafa beinzt
inn á svið islenzkrar sögu. Hann getur þvi sannarlega
ekki látið sér á sama standa um það, hvernig lista-
mennirnir leyfa sér að fara með sagnfræðileg efni i
verkum sínum. Hann getur vart gefið því tómlegt horn-
auga, ef skáldin fara að endurvekja sagnljóðagerðina,
sem þjóðin dáði mest um skeið í rímnakveðskap, en
sennilega á aldrei afturlcvæmt í bókmenningu þjóð-
arinnar í því formi. Eða hvað er um það að segja, ef
listamennirnir fara skipulagsbundið að yrkja sögu þjóð-
arinnar i áróðursrit? En Vilhjálmur hefur ekkert um
þetta að segja. Hann finnur enga hvöt hjá sér til að
koma til þjóðarinnar rökstuddu áliti sínu um það,.
hvernig þessi söguljóð hafi tekizt, á livern hátt list-
gáfa Jóhannesar hafi notið sín á þessu sviði, hvernig
tekizt hafi samstarf listgáfu og félagsmálatakmarks
og á hvern hátt marksetning kvæðanna liafi brugðið
fölsku ljósi yfir sögulegar staðreyndir eða á livern hátt
liún hafi gefið þeim nýjan og listrænni svip. Aðeins eitt-
hvað á þessa leið: Jóhannes er þess liáttar skáld, að
það vekur eftirtekt, þegar ný bólc kemur frá bonum..
162