Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 165
Ekki eitt orð meira, — ekki einu sinni, livers konar eft-
irtekt það er, sem liann vekur.
Af hvei'ju þegir Vilhjálmur svona um tvö atkvæða-
mestu og kunnustu skáld þjóðarinnar? Svarið er að
mestu gefið í ummælunum um Kristján Albertson.
Vilhjálmur er kominn úr snertingu við framhald þess
menningarstraums, sem hann fylgdist með fyrir 20 ár-
um, vegna þess að leiðir skildu með fjármálahluta
borgarastéttarinnar og þeirri menningu, sem hún ól við
hrjóst sér og braut henni brautina til valda. Vil-
hjálmur hefur ekki tengzt fjármálavaldinu eins sterk-
um persónuböndum og Kristján Albertson, en þó hef-
ur hugarstefna lians sveigt enn ákveðnar til hægri, og
mun ástæðan vera sú, að hann átti aldrei þann menn-
ingarlega eldmóð, sem Kristján var gagntekinn af. Ég
er ekki einn um það af hlustendum Vilhjálms að lxafa
fengið það á tilfinninguna, að hann muni eigi hera svo
litla rækt í huga til verklýðsfjandsamlegra og menn-
ingarfjandsamlegra stefna. Þetta liöfum við ráðið af
liálfkveðnum orðum eða jafnvel orðleysi, eins og
þegar hann minnist ekki einu orði á Uplon Sinclair
i sambandi við ameríska rithöfunda, og er hann þó
þeirra mest þekktur hér á landi. En hins vegar hefur
hókleg menning gengins blómaskeiðs í sögu horgara-
stéttarinnar öðlazt svo djúptækar rætur í sál hans, að
hann stendur varnarvana gagnvart listauðgi listrænna
liöfunda og leitar sér því afdreps i skúmaskotum þagn-
arinnar franimi fyrir verkum þeirra listamanna, sem
draga huga íslenzkrar alþýðu að örlögum sínum að
fornu og nýju með það fyrir augum, að lxún skilji bet-
ur frumrök óhamingju sinnar og örbirgðar. Vilhjálm-
ur forðar sér þvi frá því að tala um nokkra hók, sem
kemur inn á svið þjóðfélagsmála nútímans, beint eða
óbeint. En það er sama og að forða sér frá að koma
nálægt bókmenntum, því að þjóðfélagsmálin eru brenn-
andi mál þessa tíma, og veigamestu bókmenntir livers
163