Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 166
tíma eru alltaf inni á sviðum hinna brennandi mála.
Niðurlagsorð hans: „I guðs friði“, hljóma því í raun
cg veru guðinnblásið frá innsta grunni sálar lians. Það
er hjartanleg ósk um frið frá öllum heilabrotum um
vandamál lífsins, frið frá öllum endurbótaástríðum. En
óafvitandi er honum það sjálfsagt, að hann þráir frið,
sem bæði er menningarlaus og samvizkulaus, eins og
nú standa sakir.
V. „Fjórðungi bregður til fósturs.“
Þessi orð, sem ég hef hér skrifað um nokkra skóla-
félaga mína, hef ég ekki skrifað til að fella dóma um
þá persónulega. Ég hregð þeim upp sem dæmum um
örlög þeirra manna, sem efnilegastir þóttu til menn-
ingarlegrar forystu á þeim árum, þegar borgarastéttin
á íslandi stóð í mestum menningarlegum blóma. Á skóla-
árum okkar ríkti frjálslyndi og viðsýni í menningar-
legum efnum allt um kring utan skólaveggjanna í rík-
ara mæli en bæði fyrr og siðar, i skáldskap og timarits-
greinum, yfir öllum menntamannasamkundum, í félags-
lífi alþýðunnar, i blöðunum og það jafnvel í blaða-
skömmunum, stórbrotnum og' ruddalegum skömmum,
eitthvað frjálst, hispurslaust og drengilegt og um fram
allt vakandi og ástriðuþrungið til átaka og framfara á
öllum sviðum. En það gat ekki fallið í skaut þessara
tíma að ala upp forystumenn framtíðarinnar, og það
af ástæðum, sem lágu í liöfuðeinkennum tímanna
sjálfra. Á þeim bjartsýnisframfaratimum, sem ríktu hér
í þjóðlífi á 2. tug aldarinnar, voru skilyrði fyrir stéttar-
legum sjónarmiðum i lífsskoðun tiltölulega fjarri, ekki
knýjandi út frá þjóðfélagslegu áslandi. Andófsstétt hinn-
ar nýju borgarastéttar, verkamannastéttin,var rétt aðeins
að komast til myndugleika sem stétt í þjóðfélaginu og
mótsetningar auðvaldsskipulagsins voru ekki farnar að
benda til þeirrar menningarlegu kyrrstöðu og afturkasts,
sem strax kemur til skjalanna, þegar stríðsáragróðinn
164