Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 167
gufaði út í himingeiminn, og fer þá að móta andrúms-
loft skólanemanna á nýjan hátt. Hið þjóðfélagslega á-
stand knúði því ekki hugsuðina og hina menningarlegu
áhugamenn inn á svið félagsmálanna, sem er höfuð-
úrlausnarefni nútímans. Þegar við komum því út i lif-
ið og eigum að taka liina menningarlegu foryslu, þá
höfum við ekki á neinn hátt brotið til mergjar dag-
skrármál nútimans. Öðrum megin við okkur stendur
stéttin, sem okkur var á skólaárunum sjálfsagður hlut-
ur, að hefði alla forystu á framfarabrautum þjóðlifsins,
hinum megin menningin, sem við dáðum, en í nýju formi
og undir liandleiðslu stéttar, sem verið var að fjarlægja
okkur öll okkar skólaár. Þess vegna liafa hinir vænt-
anlegu menningarfrömuðir ýmist dregið sig út af svið-
inu, eins og Kristján Albertsson, eða þeir standa frammi
fyrir alþýðu ráðalausir og skoðanalausir, eins og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason.
En svo líða ekki nema fá ár, þar til menningarþró-
unin er komið á það stig, að í skólunum fara menn
að drekka í sig menningarsjónarmið vaknandi stéttar
og búa sig á skólaárunum undir það að taka forystu
í baráttumálum hennar. En þá fara um leið þau menn-
ingaráhrif, sem koma frá síldarspekúlerandi borgara-
stétt, sem varð að henda síldinni sinni í sjóinn, svo
hnignandi, að í sálum annarra skólamanna fer að mynd-
ast jarðvegur fyrir frækorn fasistiskrar „menningar“-
stefnu. En út í það tímabil i menningarsögu borgara-
stéttarinnar á íslandi verður ekki farið að þessu sinni,
heldur hér látið staðar numið.
165-