Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 171
veðri í Berlín. — Verða menn ekki að ganga vopn-
aðir fyrir ísbjörnunum? í liverju búa menn á sumr-
in, þegar þeir búa í snjókofum á veturna? Fara menn
á skautum eða skíðum í búðirnar til að kaupa í mal-
inn? Lifa þar ekki Eskimóar? Spyrjandinn horfir ó-
vissum augum á fölan og toginleitan íslendinginn.
Mannfræði hans er oftast ekki á háu stigi. Við svarið
varpar liann öndinni með atliugasemdinni: Og ég, sem
lief alltaf staðið í þeirri meiningu, að bar byggju ein-
tómir Eskimóar!
Þetta er ofurlitið sýnishorn þeirra spurninga, sem
dynja >dir fslendinginn erlendis. Það mætti gefa út
allálitlegt „si)urningakver“ af álíka andriki, ef allir
fslendingar héldu þeim saman og bæru svo saman
bækurnar.
Hvernig tekur nú íslendingurinn slíkum spurning-
um? — eða réttara sagt, hvernig orlca slikar spurn-
ingar á hann? Það er víst óhætt að fullyrða, að slík-
ar spurningar liafa yfirleitt lamandi áhrif á sálina.
Það er oft andleg þrekraun að vera íslendingur og
halda þó sálarlegu jafnvægi, þegar fáránlegustu hug-
myndum um land og þjóð er varpað fram með liæfi-
legri lítilsvirðingu milljónaþjóðar gagnvart smáþjóð,
íslendingurinn lilýtur fyrr eða síðar að finna til smæð-
artilfinningar fyrir hönd þjóðar sinnar. Rökrétt séð ætti
þetta þó að vera öfugt. Vanþekking útlendingsins á
iandinu og þjóðinni er ekki ókostur íslendingsins, —■
sem er þeirri einni sök seldur að vera fæddur með
þessari þjóð, — heldur útlendingsins sjálfs. Reyndin
hefur þó sýnt, að það er íslendingurinn, sem fyrirverð-
ur sig, — jafnvel afsakar sig, — en útlendingurinn
her sigur af hólmi. Með stórþjóðum er fávizkan oft
kostur, sem ástæða er til að metnast af. Smáþjóðir
geta ekki leyft sér slíkan „luxus“.
Ég vil aðeins nefna eitt dæmi þessu viðvíkjandi.
Ég, sem rita þessar linur, sat ásamt öðrum Íslendingí
169