Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 172
og þýzkum prófessor í læknisfræði í sama járnbrautar-
vagni. Allt í einu varpar prófessorinn fram spurningu,
sennilega til að komast lijá liinni óþægilegu tilfinn-
ingu, sem grípur menn, þegar þeir glápa þegjandi liver
á annan. Það var spurning, sem menn einkurn spyrja,
þegar þeir vita ekki, að hverju þeir eiga að spyrja, og
liún liljóðaði svo: „Hve stór hær er Reykjavík?“ Hann
liefur sjálfsagt notað þessa spurningu mörgum sinn-
um áður, í svipuðum kringumstæðum. Ég var fljótur
til svars með gömlu 35 þúsundirnar. Slík svör þarf
maður alltaf að liafa til taks, eins og vindlakveiki eða
aðra handhæra liluti, sem menn þurfa á að lialda dag-
lega. Prófessorinn fór þegar, á Þjóðverja vísu, að reikna
út, live stór, eða réttara sagt lítill, hluti Revkjavik væri
af Berlin. Þá stóðst landinn ekki lengur mátið. Hann
gerði sér upp liátíðlegt gaman, -— svitadroparnir spruttu
fram í kollvikunum, -— sagðist hafa lesið það í hlaði
nýlega, að samkvæmt síðustu manntalsskýrslu teldi
Reykjavík 37 þúsund ibúa. Hann liló við um leið, sem
menn gera oft, þegar þeir minnast á þessi lítilfjörlegu
atriði, sem valda þeim mun meiri óróleika undir niðri.
Hann, vildi gefa með því til kynna, að þetta væru smá-
munir einir, þó að liann tæki það aðeins fram; það
væri ekki alvara hans, að Rejrkjavík stækkaði mikið
i samanhurði við Berlín fyrir það. Þessi „gamansama"
atliugasemd landans náði þó að svo miklu leyti til-
gangi sínum, að hún truflaði hugsanagang prófessors-
ins við samanburðinn. En gamanið var i raun og veru
knúið fram af heizkri alvöru, af tilliugsuninni um
samanburðinn á þrjátíuogfimmþúsunda höfuðborg-
inni lians og milljónaborg prófessorins. Mannlegu sál-
arlífi er einu sinni þannig farið, að menn geta svitn-
að af skannnar- og vanmáttartilfinningu — af lágum
tölum.
Af andlegum verðmætum er fsland frægast af forn-
hókmenntunum, sem kunnugt er. Það her því við, að
170