Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 173
íslendingar rekasl á menn, sem eru eigi alllitið upp
með scr af þekkingu sinni um Island. Þeir liafa ein-
Jivern tíma heyrt lesinn upp kafla úr Njálu í skólan-
um, náttúrlega þýddan, og liafa líka heyrt getið um
rithöfundinn Sturluson. fslendingar standa fyrir hug-
skotssjónum þessara manna eins og herserlcir í skinn-
l'eldum og hringabrynju, með öxi reidda og sverð við
hlið, eittlivað svipað þvi og menn hugsa sér Skarphéð-
in á Alþingi forðum. Sliku fólki, einkum með þeim
þjóðum, sem eru horfnar aftur á frumstig menning-
arinnar, er það hrein og hein vonhrigði að hitta Is-
lendinginn slcegglausan og í „civil“ eins og annað fólk.
En það er hægt að læra af fáfræði annarra. Þegar fs-
lendingur skilur við útlending, er liann hefur fullnægt
þekkingarþörf lians um þetta nýja land, sem hann hef-
ur uppgötvað fyrst nú, þá gerir íslendingurinn einnig
nýja uppgötvun viðvíkjandi landi sínu, sem liann
þekkti þó út og inn áður en hann fór. Hann uppgötv-
ar með sjálfum sér, hvað það er skelfilega margt, sem
er ekki til á íslandi, — landinu „án trjáa og járnbrauta”,
-eins og það er stundum nefnt. Það er ekki svo að skilja,
að hann liafi eklci liaft hugmynd uin þetta áður, vitað
það jafnvel áður en liann fór, en það étur sig aldrei
jafn eftirminnilega inn i sálina, eins og þegar liann
er minntur á það af sjálfbirgingslegri fáfræðinni, og
hann fyllist réttlátri gremju þess manns, sem öðlazt
hefur allt í einu víðari sjóndeildarhring, og sér nú
framtaksleysi og frumstæðileika þjóðar sinnar í allri
sinni nekt. Við nánari kynningu á erlendri menningu,
og við samanburð á henni og menningunni heima fyr-
ir, hrúgast nú upp verkefnin til að reisa þjóðina við,
svo að liún geti rekið af sér slyðruorðið og staðið keik
gagnvart heiminum, andlega og efnalega. Það þarf að
•efla iðnaðinn, hæta útgerðina og vinna betur úr fisk-
inum, rækta landið, fjölga matjuirtum, hagnýta het-
ur jarðhitann og laugarnar, beina menntandi og fersk-
171