Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 176
Lögmál efnafræðinnar, að ekkert verði að engu, má
og með nokkrum rétti nota um hin sálrænu fyrirbrigði.
Þau áhrif, sem maðurinn verður fyrir, leita út aftur
i einhverri mynd, oftast i þeirri sömu og þau voru mót-
tekin. — Hér eru þó undanteknir menn með sérþjálf-
uðu tilfinningalífi, eins og píslarvottar eða forhertir
glæpamenn. -—- Áhrif liinnar neikvæðu gagnrýni leita
þannig útrásar aftu’r, eftir að hafa gerjast nægilega
í sálarlífi þjóðarinnar, ef ég má orða það svo. — Gagn-
rýninni er bara sniðinn stakkur eftir aðstæðum. Hún
þarf ekki endilega að vera goldin í sömu mynt, held-
ur er lienni beitt gegn öðrum einstaklingum eða þá
siærri eða minni heildum í þjóðfélaginu, svo sem stjórn-
málaflokkunum.
Ég get ekki stillt mig um að nefna hér dæmi. Ef ætti
að ákveða eitthvert aðalumtalsefni Islendinga, þá væri
það skammir þeirra liver um annan. Það eru til dæmis
fyrstu álirifin, sem úllendingar verða fyrir, er kynnzt
liafa þjóðinni. Það mun vera jafntítt umtalsefni og
maturinn með Dönum og peningamálin með Þjóðverj-
um, sem eru manna naumastir. Ef litið er á hókmennt-
irnar, þá mun livergi finnast jafnmikið af skammar-
vísum um einstaka menn og einmitt í íslenzkum bók-
menntum.
Þessi alkunna dægrastytting fslendinga að tala sem
verst liver um annan, hefur verið skoðuð sem afleið-
ing af mannfæðinni. Þar, sem hver þekkir annan, eiga
menn iiægara um vik að hnýsast í einkamál hvers
annars. Það er eitthvað til í þessu. En það nægir samt
sem áður ekki til að skýra liina sálfræðilegu hlið þessa
máls. Það skapar í hæsta lagi hagkvæm skilyrði. Hin
sjúklega, neikvæða hvöt að troða skóinn niður af ná-
unga sínum til þess, ef hugsazt gæti, að hækka ögn
við það sjálfur á sér dýpri rætur. Hvötin er andfé-
lagsleg, hvar sem hún kemur fram, þar sem aftur á
móti hver maður með heilbrigðu og jafnvægu tilfinn-
174