Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 177
ingalífi ex* i fj'llsta mæli félagsvera. Skýring nútima-
sálfræðinnar er, að liér sé um bældar hvatir metnað-
ar og sjálfsvirðingar að ræða.
Vikjum aflur að stjórnmálaflokkunum. Það er kunn-
ara en frá jxurfi að segja, að íslenzkir stjórnmálaflokk-
ar eru illvígari í hvers annars garð en sams konar flokk-
ar erlendis. íslendingar munu varla heyra og lesa aðra
eins dóma andstæðinga um ríkjandi stjórnarvöld nokk-
urs lands og sína eigin stjórn, og það af vöruin lýð-
ræðisflokkanna sjálfra í lýðfrjálsu landi.
í hinni svo kölluðu andlegu framleiðslu þjóðarinnar,
listinni kemur ávöxtur hvatabælingarinnar, vanmáttar-
xilfinningin, aftur á móti fram í annarri mynd. Áður
hefur lienni verið lýst sem neikvæðum þætti í þjóð-
lífinu, sem heinu endurvarpi þeirra áhrifa, sem tóku
sér bólfestu í tilfinningalífi þjóðarinnar. En það þarf
ekki alltaf að vera. Hún er að því leyti skyld blind-
um náttúruöflunum, sem taumlaust valda skemmdum,
að ef lienni er veitt í ákveðinn farveg, þá getur hún
unnið að jákvæðu stai'fi. í listinni birtist hún einmitt
senx jákvætt og skapandi afl, en hún setur á hana
mark sitt um leið. Þar lxefxxr liún á sér tvenns koixar
andlit, sem snúa sitt í hvora átt, eins og á janushöfði:
Oftízka og áhlaup á hefðbundnar venjur annars veg-
ar, afturhald og liop liins vegar. Til þess að girða fyr-
ir misskilning vil ég taka fram, að liér er ekki átt við
persónulegt tilfinningalif hlutaðeigandi listamanixa,
sem getur verið i hezta lagi, lieldur starfandi afl í and-
legu lífi þjóðarinnar, hræðsluna við smæðina. List af
þessu tagi getur tekið á sig mismunandi listform, að-
hyllzt mismunandi listskóla, einnig gengið í þjónustu
mismunandi hugsjóna og sem slíkar verið dáðar eða
fordæmdar. En hún ber alltaf á sér sama auðkennið,
ofspennuna, yfirjafnvægið (í)berkompensation).
í bókmenntunum, sem er stærsta listgrein okkar ís-
175